Blaðamannafundur William Barr um Mueller-skýrsluna: Ekkert samráð Andri Eysteinsson skrifar 18. apríl 2019 12:45 Aðalsöguhetjur atburðanna í dag. Frá vinstri: William Barr, dómsmálaráðherra, Donald Trump, forseti og Robert Mueller, rannsakandi. Vísir/Getty Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. Hægt er að horfa á fundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.Vísir mun fylgjast með fundinum og greina frá helstu atriðum hans hér að neðan.Blaðamannafundur William Barr Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, mun kynna skýrsluna og sitja fyrir svörum fjölmiðla í dag ásamt varadómsmálaráðherranum Rod Rosenstein. Blaðamannafundur þeirra félaga mun eins og áður sagði hefjast klukkan 13:30. Donald Trump virðist vera alveg klár á því að skýrslan hreinsi nafn hans af öllum ásökunum eins og sjá má í tístinu hér að neðan.No Collusion - No Obstruction! pic.twitter.com/diggF8V3hl — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 201913:34 Blaðamannafundurinn er hafinn. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr tekur til máls.13:40 William Barr hóf fundinn á því að þakka aðstoðardómsmálaráðherra sínum, Rod Rosenstein fyrir samstarfið. Hann þakkaði einnig Robert Mueller fyrir sín störf. Barr sagðist stefna að því að tryggja eins mikið gagnsæi og mögulegt væri samkvæmt lögum. Barr sagði að eftir fundinn yrði skýrslunni dreift til öldungadeildarþingmanna. Því næst myndi dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna dreifa skýrslunni á vefsíðu sinni.13:45 Dómsmálaráðherrann taldi því næst upp hluta rannsóknarinnar. Barr sagði Mueller hafa rannsakað hvort komið að internet-herferð rússneskra aðila fyrir forsetakosningarnar 2016. Rannsókn Mueller leiddi í ljós að tengsl milli framboðsins og herferðarinnar voru engin. Fyrir það ættu Bandaríkjamenn að vera þakklátir. Barr sagði einnig að við rannsókn hafi engin tengsl Trump-framboðsins fundist við rússneska tölvuþrjóta sem brutust inn í gögn og stálu þar skrám og tölvupóstum. Til dæmis nefndi ráðherran tölvupósta Hillary Clinton. Einnig fundust engin tengsl framboðsins við þá sem reyndu að dreifa gögnunum og nefndi Barr þar WikiLeaks. Barr tók það fram að WikiLeaks hafi ekki brotið lög þegar hópurinn stóð fyrir dreifingu á tölvupóstum Hillary Clinton. Hefði hópurinn staðið að baki töluvinnbrotinu hefði staðan hins vegar verið önnur. Eftir tveggja ára rannsókn, staðfestir Mueller að ríkisstjórn Rússlands reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, án aðkomu Donald Trump, starfsmanna hans eða nokkra Bandaríkjamanna. Við öllum liðum sem Barr nefnir notar hann sömu orðræðu og forsetinn Donald Trump. Ekkert samráð, „No Collusion“. Varðandi ásakanir um að Trump sé sekur um að hindra framgang réttvísinnar segir Barr að ekki hafi verið ástæða fyrir því að gefa út ákæru á hendur forsetanum út frá þeim sönnunargögnum sem var aflað við rannsókn málsins. Barr greindi hins vegar frá því að í tíu skipti hafi verið hægt að tengja gjörðir forsetans við hindrun á framgangi réttvísinnar. Barr ræddi síðan skýrsluna sjálfa og greindi frá því að einhverjar upplýsingar yrðu ekki birtar vegna þess hve viðkvæmar upplýsingarnar eru. Upplýsingarnar gætu haft neikvæð áhrif á útistandandi sakamál. Barr tekur það sérstaklega fram að framkvæmdavaldið hefði ekki látið ritskoða neinar upplýsingar úr skýrslunni. „Lögfræðingar forsetans höfðu ekki heimild til, né báðu um, að efni skýrslunnar yrði ritskoðað og hulið,“ sagði Barr. Dómsmálaráðherrann greindi frá því að valdir þingmenn myndu fá Mueller-skýrsluna án allrar ritskoðunar. Forsetinn er sigurreifur eftir blaðamannafundinn.pic.twitter.com/222atp7wuB — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 201913:50 Dómsmálaráðherrann William Barr hefur lokið máli sínu og tekur við spurningum úr sal. Barr sagði í svari til blaðamanns að Robert Mueller sjálfur væri ekki í pontu vegna þess að rannsóknin var gerð af Mueller fyrir Dómsmálaráðherra. Því væri verið að kynna viðbröð ráðherrans við skýrslunni. Barr sagði að Mueller hefði tjáð honum að hann hefði ekki komist að þeirri niðurstöðu að framferði Trump hafi verið glæpsamlegt. „Allt ákæruferlið, þar með talið valdið til að kalla saman kviðdóm, er til þess að úrskurða, með já eða nei svari, hvort glæpur hafi verið framinn. Við förum ekki í gegnum ferlið til þess eins að afla upplýsingum til að dreifa til almennings,“ sagði Barr.14:00 Blaðamannafundinum er lokið.Fréttin var reglulega uppfærð með nýjum upplýsingum sem fram komu á blaðamannafundinum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23 Ræddu ítrekað um efni Mueller-skýrslunnar við Hvíta húsið Hvíta húsið verður með forskot á aðra um niðurstöður Mueller-skýrslunnar. Hún verður gerð opinber að mestu á morgun. 17. apríl 2019 23:30 Mueller-skýrslan kynnt í dag Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 11:05 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. Hægt er að horfa á fundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan.Vísir mun fylgjast með fundinum og greina frá helstu atriðum hans hér að neðan.Blaðamannafundur William Barr Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, mun kynna skýrsluna og sitja fyrir svörum fjölmiðla í dag ásamt varadómsmálaráðherranum Rod Rosenstein. Blaðamannafundur þeirra félaga mun eins og áður sagði hefjast klukkan 13:30. Donald Trump virðist vera alveg klár á því að skýrslan hreinsi nafn hans af öllum ásökunum eins og sjá má í tístinu hér að neðan.No Collusion - No Obstruction! pic.twitter.com/diggF8V3hl — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 201913:34 Blaðamannafundurinn er hafinn. Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna William Barr tekur til máls.13:40 William Barr hóf fundinn á því að þakka aðstoðardómsmálaráðherra sínum, Rod Rosenstein fyrir samstarfið. Hann þakkaði einnig Robert Mueller fyrir sín störf. Barr sagðist stefna að því að tryggja eins mikið gagnsæi og mögulegt væri samkvæmt lögum. Barr sagði að eftir fundinn yrði skýrslunni dreift til öldungadeildarþingmanna. Því næst myndi dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna dreifa skýrslunni á vefsíðu sinni.13:45 Dómsmálaráðherrann taldi því næst upp hluta rannsóknarinnar. Barr sagði Mueller hafa rannsakað hvort komið að internet-herferð rússneskra aðila fyrir forsetakosningarnar 2016. Rannsókn Mueller leiddi í ljós að tengsl milli framboðsins og herferðarinnar voru engin. Fyrir það ættu Bandaríkjamenn að vera þakklátir. Barr sagði einnig að við rannsókn hafi engin tengsl Trump-framboðsins fundist við rússneska tölvuþrjóta sem brutust inn í gögn og stálu þar skrám og tölvupóstum. Til dæmis nefndi ráðherran tölvupósta Hillary Clinton. Einnig fundust engin tengsl framboðsins við þá sem reyndu að dreifa gögnunum og nefndi Barr þar WikiLeaks. Barr tók það fram að WikiLeaks hafi ekki brotið lög þegar hópurinn stóð fyrir dreifingu á tölvupóstum Hillary Clinton. Hefði hópurinn staðið að baki töluvinnbrotinu hefði staðan hins vegar verið önnur. Eftir tveggja ára rannsókn, staðfestir Mueller að ríkisstjórn Rússlands reyndi að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016, án aðkomu Donald Trump, starfsmanna hans eða nokkra Bandaríkjamanna. Við öllum liðum sem Barr nefnir notar hann sömu orðræðu og forsetinn Donald Trump. Ekkert samráð, „No Collusion“. Varðandi ásakanir um að Trump sé sekur um að hindra framgang réttvísinnar segir Barr að ekki hafi verið ástæða fyrir því að gefa út ákæru á hendur forsetanum út frá þeim sönnunargögnum sem var aflað við rannsókn málsins. Barr greindi hins vegar frá því að í tíu skipti hafi verið hægt að tengja gjörðir forsetans við hindrun á framgangi réttvísinnar. Barr ræddi síðan skýrsluna sjálfa og greindi frá því að einhverjar upplýsingar yrðu ekki birtar vegna þess hve viðkvæmar upplýsingarnar eru. Upplýsingarnar gætu haft neikvæð áhrif á útistandandi sakamál. Barr tekur það sérstaklega fram að framkvæmdavaldið hefði ekki látið ritskoða neinar upplýsingar úr skýrslunni. „Lögfræðingar forsetans höfðu ekki heimild til, né báðu um, að efni skýrslunnar yrði ritskoðað og hulið,“ sagði Barr. Dómsmálaráðherrann greindi frá því að valdir þingmenn myndu fá Mueller-skýrsluna án allrar ritskoðunar. Forsetinn er sigurreifur eftir blaðamannafundinn.pic.twitter.com/222atp7wuB — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 201913:50 Dómsmálaráðherrann William Barr hefur lokið máli sínu og tekur við spurningum úr sal. Barr sagði í svari til blaðamanns að Robert Mueller sjálfur væri ekki í pontu vegna þess að rannsóknin var gerð af Mueller fyrir Dómsmálaráðherra. Því væri verið að kynna viðbröð ráðherrans við skýrslunni. Barr sagði að Mueller hefði tjáð honum að hann hefði ekki komist að þeirri niðurstöðu að framferði Trump hafi verið glæpsamlegt. „Allt ákæruferlið, þar með talið valdið til að kalla saman kviðdóm, er til þess að úrskurða, með já eða nei svari, hvort glæpur hafi verið framinn. Við förum ekki í gegnum ferlið til þess eins að afla upplýsingum til að dreifa til almennings,“ sagði Barr.14:00 Blaðamannafundinum er lokið.Fréttin var reglulega uppfærð með nýjum upplýsingum sem fram komu á blaðamannafundinum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23 Ræddu ítrekað um efni Mueller-skýrslunnar við Hvíta húsið Hvíta húsið verður með forskot á aðra um niðurstöður Mueller-skýrslunnar. Hún verður gerð opinber að mestu á morgun. 17. apríl 2019 23:30 Mueller-skýrslan kynnt í dag Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 11:05 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Furða sig á tímasetningu blaðamannafundar um Mueller-skýrsluna Bandaríska dómsmálaráðuneytið boðar til blaðamannafundar í fyrramálið, daginn sem Mueller-skýrslan verður gerð opinber að mestu leyti. 17. apríl 2019 21:23
Ræddu ítrekað um efni Mueller-skýrslunnar við Hvíta húsið Hvíta húsið verður með forskot á aðra um niðurstöður Mueller-skýrslunnar. Hún verður gerð opinber að mestu á morgun. 17. apríl 2019 23:30
Mueller-skýrslan kynnt í dag Mueller-skýrslan, afrakstur vinnu Robert Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, og teymis hans um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016 og hugsanleg tengsl við framboð Donald Trump, kemur verður birt í dag. 18. apríl 2019 11:05