Borgin kannar hvort innviðir þoli nýja byggð í Háteigshverfi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. apríl 2019 21:30 Reykjavíkurborg kannar hvort innviðir í Háteigshverfi geti tekið á móti fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Þá er ekki búið að ákveða neina útfærslu á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum að sögn Óla Jóns Hertervig skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni. Reykjavíkurborg kannar hvort innviðir í Háteigshverfi geti tekið á móti fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Þá er ekki búið að ákveða neina útfærslu á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum að sögn skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni. Í fréttum okkar í gær kom fram að borgin hefur þegar veitt tveimur einkahlutafélögum lóðavilyrði fyrir uppbyggingu á hagkvæmishúsnæði í Skerjafirði og á Sjómannaskólareit.Gagnrýni Vina Saltfisksmóans Íbúasamtökin Vinir Saltfisksmóans gagnrýndu að í fyrirhugaðri uppbyggingu á Sjómannaskólareit verði mikilvægum grænum svæðum fórnað og gengið á friðaðar minjar. Þá hafa þeir áhyggjur af því að grunnskólar í hverfinu geti ekki tekið á móti nýjum íbúum og að húsnæðið sem á að vera fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur verði of dýrt.Skipulag auglýst og þá verður tekið á móti ábendingum Óli Jón Hertervig skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar hjá borginni segir að tekið verði vel á móti öllum ábendingum enda liggi endanlegt skipulag ekki fyrir og því sé ekki búið að ákveða neitt. „Við höfum heyrt af áhyggjum íbúa hér og erum ekki að fara að byggja á friðuðum minjum en við færðum fyrirhugaðri byggð frá þeim stað. Síðan hafa íbúar tækifæri til að koma með athugasemdir þegar við auglýsum skipulagið og þeim verður öllum svarað,“ segir Óli. Hann segir að skipulagið verði auglýst á þessu ári. Þá sé verið að skoða hvort að innviðir hverfsins geti tekið við uppbyggingunni. „Við erum að skoða hvort að innviðir eins og grunnskólar, vegakerfið og þess háttar geti tekið á móti nýrri byggð,“ segir hann.Kvaðir á byggingafyrirtæki hagkvæmishúsnæðis Óli segir að ýmsar kvaðir verði settar á byggingafyrirtækin sem sjá um uppbyggingu á hagkvæmishúsnæðinu sem sé fyrst og fremst ætlað fyrir fólk á aldrinum 18 til 40 ára. Þá verði ekki hægt að hækka verð á húsnæðinu neitt að ráði frá fyrstu sölu. Hann segir að þau fyrirtæki sem þegar hafa fengið lóðavilyrði séu ekki búin að fá lóðirnar afhentar það eigi eftir að skoða margt áður en til þess kemur. „Þau þurfa að sýna fram á að þau ráði við verkefnið, hafi fjármagn og svo þarf að samþykkja nýtt skipulag, þannig að það er mikill fasi eftir,“ segir Óli. Sjö þróunarreitir í borginni eru ætlaðir fyrir hagkvæmishúsnæði og fá níu teymi úthlutað svæðum. Eftir á að gefa sjö fyrirtækjum lóðavilyrði og er búist við að það verði gert í byrjun maí. Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Reykjavíkurborg kannar hvort innviðir í Háteigshverfi geti tekið á móti fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu. Þá er ekki búið að ákveða neina útfærslu á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum að sögn skrifstofustjóra eigna- og atvinnuþróunar hjá borginni. Í fréttum okkar í gær kom fram að borgin hefur þegar veitt tveimur einkahlutafélögum lóðavilyrði fyrir uppbyggingu á hagkvæmishúsnæði í Skerjafirði og á Sjómannaskólareit.Gagnrýni Vina Saltfisksmóans Íbúasamtökin Vinir Saltfisksmóans gagnrýndu að í fyrirhugaðri uppbyggingu á Sjómannaskólareit verði mikilvægum grænum svæðum fórnað og gengið á friðaðar minjar. Þá hafa þeir áhyggjur af því að grunnskólar í hverfinu geti ekki tekið á móti nýjum íbúum og að húsnæðið sem á að vera fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur verði of dýrt.Skipulag auglýst og þá verður tekið á móti ábendingum Óli Jón Hertervig skrifstofustjóri eigna og atvinnuþróunar hjá borginni segir að tekið verði vel á móti öllum ábendingum enda liggi endanlegt skipulag ekki fyrir og því sé ekki búið að ákveða neitt. „Við höfum heyrt af áhyggjum íbúa hér og erum ekki að fara að byggja á friðuðum minjum en við færðum fyrirhugaðri byggð frá þeim stað. Síðan hafa íbúar tækifæri til að koma með athugasemdir þegar við auglýsum skipulagið og þeim verður öllum svarað,“ segir Óli. Hann segir að skipulagið verði auglýst á þessu ári. Þá sé verið að skoða hvort að innviðir hverfsins geti tekið við uppbyggingunni. „Við erum að skoða hvort að innviðir eins og grunnskólar, vegakerfið og þess háttar geti tekið á móti nýrri byggð,“ segir hann.Kvaðir á byggingafyrirtæki hagkvæmishúsnæðis Óli segir að ýmsar kvaðir verði settar á byggingafyrirtækin sem sjá um uppbyggingu á hagkvæmishúsnæðinu sem sé fyrst og fremst ætlað fyrir fólk á aldrinum 18 til 40 ára. Þá verði ekki hægt að hækka verð á húsnæðinu neitt að ráði frá fyrstu sölu. Hann segir að þau fyrirtæki sem þegar hafa fengið lóðavilyrði séu ekki búin að fá lóðirnar afhentar það eigi eftir að skoða margt áður en til þess kemur. „Þau þurfa að sýna fram á að þau ráði við verkefnið, hafi fjármagn og svo þarf að samþykkja nýtt skipulag, þannig að það er mikill fasi eftir,“ segir Óli. Sjö þróunarreitir í borginni eru ætlaðir fyrir hagkvæmishúsnæði og fá níu teymi úthlutað svæðum. Eftir á að gefa sjö fyrirtækjum lóðavilyrði og er búist við að það verði gert í byrjun maí.
Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Ólíðandi að börnin verði heima einn og hálfan dag á viku vegna manneklu Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Sjá meira
Telja borgina fara offari í uppbyggingu við Sjómannaskólann Íbúar í Háteigshverfi telja borgina fara offari í uppbyggingu á nýju húsnæði í hverfinu án þess að huga að nauðsynlegum innviðum þess. 17. apríl 2019 22:03