Erlent

Umhverfissinnar beittir táragasi

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Loftslagsmótmæli í París fyrr í vikunni.
Loftslagsmótmæli í París fyrr í vikunni. Getty/John van Hasselt
Umhverfissinnar í París hafa komið í veg fyrir inngöngu starfsmanna í höfuðstöðvar Franska bankann Societe Generale auk EDF og olíurisans Total. Frá þessu greindi Greenpeace við Reuters.

Greenpeace sagði mótmælin vera vegna tengsla fyrirtækjanna við olíu- og gasiðnaðinn sem samtökin segja einn stærsta áhrifavald á hlýnun jarðar. Aðgerðasinnar stóðu einnig fyrir inngangi umhverfisráðuneytis Frakklands.

Mótmælendur héldu á stórum skiltum með mynd af Emmanuel Macron Frakklandsforseta sem á stóð „Macron, forseti þeirra sem menga,“ og hengdu upp borða á glugga Societe Generale sem á stóð „Vettvangur umhverfisglæpa.“

Lögregla beitti hluta hópsins sem sat fyrir inngangi bankans táragasi þar sem fram fóru sitjandi mótmæli.

Mótmælendur reyndu að gera lögreglu erfitt fyrir að grípa inn í með því að nota líma sig við hvor aðra eða handjárna sig við járn súlur.

Greenpeace og aðgerðahópurinn Les Amis de la Terre (Vinir jarðarinnar) hafa áður gagnrýnt Societe Generale fyrir fjárhagslegt hlutverk hans í olíu- og gas verkefnum, sér í lagi Rio Grande LNG gas verkefninu í Bandaríkjunum.  


Tengdar fréttir

Þögul mótmæli á Austurvelli

Þögul mótmæli íslenskra námsmanna hófust nú í hádeginu og er þetta í níunda sinn sem námsmenn hér á landi mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum.Fleiri krefjast aðgerða en grasrótarsamtök í London, sem valdið hafa miklum truflunum með mótmælum sínum síðustu daga, mótmæla nú við Heathrow flugvöll. Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum hafa síðustu níu föstudaga tekið þátt í Loftslagsverkfalli og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×