Þögul mótmæli á Austurvelli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. apríl 2019 12:55 Þögul mótmæli íslenskra námsmanna hófust nú í hádeginu og er þetta í níunda sinn sem námsmenn hér á landi mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Fleiri krefjast aðgerða en grasrótarsamtök í London, sem valdið hafa miklum truflunum með mótmælum sínum síðustu daga, mótmæla nú við Heathrow flugvöll. Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum hafa síðustu níu föstudaga tekið þátt í Loftslagsverkfalli og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að verkfallið verði með öðru móti í dag. Það verði þögult og sitjandi. „Það er náttúrulega föstudagurinn langi en það er bara þannig að loftslagsbreytingar fara ekki í frí. Þess vegna væri það óviðeigandi fyrir okkur í loftslagsverkfallinu að fara í frí. Við ætlum ekki að hafa þetta ræðu-snið sem verið hefur heldur verðum við með þögult verkfall. Þannig að við komum saman fyrir framan Alþingishúsið með skilti og höfum klukkutíma þögn fyrir loftslagið,“ sagði Elsa María. Þar sem allir eru í fríi býst hún við miklum fjölda. Talið er að álíka verkföll hafi farið fram í yfir hundrað löndum síðustu mánuði en þau eru innblásin af hinni sænsku Gretu Thunberg sem hóf verkfallsaðgerðir í ágúst á síðasta ári, aðeins 15 ára gömul. „Við erum svolítið núna að kalla eftir því að fleiri en skólakrakkar taki þátt í þessu við höfum séð alþjóðlega að foreldrar og ömmur og afar hafa tekið sig til og stutt við þau ungmenni sem hafa farið í skólaverkfall. Núna í gær fór í loftið á Facebook-síðan „Foreldra fyrir framtíðina“ hér á Íslandi. Við viljum svolítið kalla til eldri kynslóða og fá þau til að slást í lið með okkur,“ segir Elsa María Guðlaugs og Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. Það eru fleiri sem eru huga að loftslaginu í dag. Grasrótarsamtök í London, sem kalla sig Uppreisn gegn útrýmingu, og hafa valdið miklum truflunum í London undanfarið til að vekja athygli á loftslagsmálum, mótmæla við Heathrow flugvöll í dag. Yfir hundrað hafa verið handteknir og meira en þúsund lögreglumenn verið að störfum í tengslum við mótmælin sem hafa verið í gangi síðustu fimm daga. Mótmælendur hafa reynt að loka umferðargötum og hafa samgöngur um hluta borgarinnar lamast. Í gær tilkynnti hópurinn að þau mundu herða aðgerðir sínar í dag og mótmæla nú á Heathrow flugvelli. Hátt í þrjátíu lögreglumenn eru á flugvellinum og hefur mótmælendum verið hótað handtöku ef þeir fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að færa sig frá umferðargötum. Bretland Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira
Þögul mótmæli íslenskra námsmanna hófust nú í hádeginu og er þetta í níunda sinn sem námsmenn hér á landi mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum. Fleiri krefjast aðgerða en grasrótarsamtök í London, sem valdið hafa miklum truflunum með mótmælum sínum síðustu daga, mótmæla nú við Heathrow flugvöll. Íslenskir námsmenn af öllum skólastigum hafa síðustu níu föstudaga tekið þátt í Loftslagsverkfalli og mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftlagsmálum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta, segir að verkfallið verði með öðru móti í dag. Það verði þögult og sitjandi. „Það er náttúrulega föstudagurinn langi en það er bara þannig að loftslagsbreytingar fara ekki í frí. Þess vegna væri það óviðeigandi fyrir okkur í loftslagsverkfallinu að fara í frí. Við ætlum ekki að hafa þetta ræðu-snið sem verið hefur heldur verðum við með þögult verkfall. Þannig að við komum saman fyrir framan Alþingishúsið með skilti og höfum klukkutíma þögn fyrir loftslagið,“ sagði Elsa María. Þar sem allir eru í fríi býst hún við miklum fjölda. Talið er að álíka verkföll hafi farið fram í yfir hundrað löndum síðustu mánuði en þau eru innblásin af hinni sænsku Gretu Thunberg sem hóf verkfallsaðgerðir í ágúst á síðasta ári, aðeins 15 ára gömul. „Við erum svolítið núna að kalla eftir því að fleiri en skólakrakkar taki þátt í þessu við höfum séð alþjóðlega að foreldrar og ömmur og afar hafa tekið sig til og stutt við þau ungmenni sem hafa farið í skólaverkfall. Núna í gær fór í loftið á Facebook-síðan „Foreldra fyrir framtíðina“ hér á Íslandi. Við viljum svolítið kalla til eldri kynslóða og fá þau til að slást í lið með okkur,“ segir Elsa María Guðlaugs og Drífudóttir, formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. Það eru fleiri sem eru huga að loftslaginu í dag. Grasrótarsamtök í London, sem kalla sig Uppreisn gegn útrýmingu, og hafa valdið miklum truflunum í London undanfarið til að vekja athygli á loftslagsmálum, mótmæla við Heathrow flugvöll í dag. Yfir hundrað hafa verið handteknir og meira en þúsund lögreglumenn verið að störfum í tengslum við mótmælin sem hafa verið í gangi síðustu fimm daga. Mótmælendur hafa reynt að loka umferðargötum og hafa samgöngur um hluta borgarinnar lamast. Í gær tilkynnti hópurinn að þau mundu herða aðgerðir sínar í dag og mótmæla nú á Heathrow flugvelli. Hátt í þrjátíu lögreglumenn eru á flugvellinum og hefur mótmælendum verið hótað handtöku ef þeir fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu um að færa sig frá umferðargötum.
Bretland Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Sjá meira