Lífstíðarfangelsi fyrir að misþyrma börnum sínum um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2019 18:29 Louise Anna Turpin er hér lengst til vinstri og David Allen Turpin er til hægri. AP/Will Lester David Allen Turpin og Louise Anna Turpin hafa verið dæmd lífstíðarfangelsi fyrir að misþyrma tólf af þrettán börnum sínum. Þau munu mögulega geta fengið reynslulausn í fyrsta lagi eftir 25 ár. Börnin fengu lítið sem ekkert að borða, voru barin reglulega og misþyrmt um árabil, eða þar til ein dóttir þeirra flúði með því að stökkva út um glugga og kalla eftir hjálp í janúar í fyrra. Þegar lögregluþjóna bar að garði fundu þeir 22 ára son þeirra hlekkjaðan við rúm og tvær stúlkur sem hafði nýverið sleppt úr hlekkjum. Sjö af börnum hjónanna voru í raun fullorðin og á aldrinum 18 til 29 ára gömul. Yngsta barnið var tveggja ára. Öll börnin þjáðust af næringarskorti og til marks um það töldu lögregluþjónarnir að stúlkan sem flúði hefði verið um tíu ára gömul. Í rauninni var hún sautján ára. Hús þeirra hjóna mun hafa verið viðbjóðslegt þegar lögregluþjónar fóru þar inn og var mikil lykt af hlandi og skít.Sjá einnig: Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtuDavid Allen er 57 ára gamall og Louise Anna er 49 ára gömul. Dómsuppkvaðning fór fram í Kaliforníu í dag en þau lýstu yfir sekt í febrúar.Lýstu aðstæðum Nokkur börn þeirra voru viðstödd dómsuppkvaðninguna í dag en ekkert þeirra hefur verið nafngreint og fyrirskipaði dómari að ekki mætti taka myndir af þeim. Ein dóttir þeirra sagðist vera að taka stjórn á eigin lífi. Henni gengi vel að búa ein og væri í skóla. „Ég er baráttukona. Ég er sterk og ég skýst í gegnum lífið eins og eldflaug,“ sagði hún. Hún sagði líf hennar hafa verið slæmt hingað til en það hefði gert hana sterka. „Ég barðist til að verða sú manneskja sem ég er.“ Sonur þeirra sagðist ekki geta lýst því sem hann hafi þurft að ganga í gegnum. Hann fengi enn martraðir um að systkini hans væru hlekkjuð og barin. Það tilheyrði þó fortíðinni. „Ég elska foreldra mína og hef fyrirgefið þeim fyrir margt af því sem þau gerðu okkur. Ég hef lært svo mikið og orðið mjög sjálfstæður.“ Hann gengur einnig í skóla og er að læra forritun. Hér að neðan má sjá upptöku úr dómsal í dag þar sem dómsuppkvaðning fór fram. Í byrjun má heyra hluta yfirlýsingar þeirra sem nefnd eru hér að ofan. Sonur þeirra las einnig yfirlýsingar frá öðrum börnum. Því næst lesa þau David og Louise upp yfirlýsingar. Bandaríkin Tengdar fréttir Hundar Turpin-fjölskyldunnar voru vel haldnir Börn hjónanna voru hins vegar vannærð, pyntuð og þurftu reglulega að þola barsmíðar. 20. janúar 2018 10:01 Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtu Foreldrar þrettán barna sem fundust við hræðilegar aðstæður munu fara fyrir dómara í dag. 18. janúar 2018 15:48 Foreldrarnir neita sök: Sum barnanna skert á vitsmunum og með taugaskaða eftir ofbeldið Börnin fengu að halda dagbækur sem lögreglan hefur komist yfir. 18. janúar 2018 22:50 Nágrannar höfðu ekki hugmynd um að börn væru í húsinu „Þau voru mjög hrædd. Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ 16. janúar 2018 11:04 Hjón ákærð fyrir pyndingar og illa meðferð á börnum sínum Hjón í Kaliforníu hafa verið ákærð fyrir pyndingar á þrettán börnum sínum en þau voru handtekin á sunnudag eftir að einni dóttur þeirra tókst að losna úr prísundinni og kalla til lögreglu. 16. janúar 2018 20:33 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
David Allen Turpin og Louise Anna Turpin hafa verið dæmd lífstíðarfangelsi fyrir að misþyrma tólf af þrettán börnum sínum. Þau munu mögulega geta fengið reynslulausn í fyrsta lagi eftir 25 ár. Börnin fengu lítið sem ekkert að borða, voru barin reglulega og misþyrmt um árabil, eða þar til ein dóttir þeirra flúði með því að stökkva út um glugga og kalla eftir hjálp í janúar í fyrra. Þegar lögregluþjóna bar að garði fundu þeir 22 ára son þeirra hlekkjaðan við rúm og tvær stúlkur sem hafði nýverið sleppt úr hlekkjum. Sjö af börnum hjónanna voru í raun fullorðin og á aldrinum 18 til 29 ára gömul. Yngsta barnið var tveggja ára. Öll börnin þjáðust af næringarskorti og til marks um það töldu lögregluþjónarnir að stúlkan sem flúði hefði verið um tíu ára gömul. Í rauninni var hún sautján ára. Hús þeirra hjóna mun hafa verið viðbjóðslegt þegar lögregluþjónar fóru þar inn og var mikil lykt af hlandi og skít.Sjá einnig: Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtuDavid Allen er 57 ára gamall og Louise Anna er 49 ára gömul. Dómsuppkvaðning fór fram í Kaliforníu í dag en þau lýstu yfir sekt í febrúar.Lýstu aðstæðum Nokkur börn þeirra voru viðstödd dómsuppkvaðninguna í dag en ekkert þeirra hefur verið nafngreint og fyrirskipaði dómari að ekki mætti taka myndir af þeim. Ein dóttir þeirra sagðist vera að taka stjórn á eigin lífi. Henni gengi vel að búa ein og væri í skóla. „Ég er baráttukona. Ég er sterk og ég skýst í gegnum lífið eins og eldflaug,“ sagði hún. Hún sagði líf hennar hafa verið slæmt hingað til en það hefði gert hana sterka. „Ég barðist til að verða sú manneskja sem ég er.“ Sonur þeirra sagðist ekki geta lýst því sem hann hafi þurft að ganga í gegnum. Hann fengi enn martraðir um að systkini hans væru hlekkjuð og barin. Það tilheyrði þó fortíðinni. „Ég elska foreldra mína og hef fyrirgefið þeim fyrir margt af því sem þau gerðu okkur. Ég hef lært svo mikið og orðið mjög sjálfstæður.“ Hann gengur einnig í skóla og er að læra forritun. Hér að neðan má sjá upptöku úr dómsal í dag þar sem dómsuppkvaðning fór fram. Í byrjun má heyra hluta yfirlýsingar þeirra sem nefnd eru hér að ofan. Sonur þeirra las einnig yfirlýsingar frá öðrum börnum. Því næst lesa þau David og Louise upp yfirlýsingar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hundar Turpin-fjölskyldunnar voru vel haldnir Börn hjónanna voru hins vegar vannærð, pyntuð og þurftu reglulega að þola barsmíðar. 20. janúar 2018 10:01 Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtu Foreldrar þrettán barna sem fundust við hræðilegar aðstæður munu fara fyrir dómara í dag. 18. janúar 2018 15:48 Foreldrarnir neita sök: Sum barnanna skert á vitsmunum og með taugaskaða eftir ofbeldið Börnin fengu að halda dagbækur sem lögreglan hefur komist yfir. 18. janúar 2018 22:50 Nágrannar höfðu ekki hugmynd um að börn væru í húsinu „Þau voru mjög hrædd. Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ 16. janúar 2018 11:04 Hjón ákærð fyrir pyndingar og illa meðferð á börnum sínum Hjón í Kaliforníu hafa verið ákærð fyrir pyndingar á þrettán börnum sínum en þau voru handtekin á sunnudag eftir að einni dóttur þeirra tókst að losna úr prísundinni og kalla til lögreglu. 16. janúar 2018 20:33 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Hundar Turpin-fjölskyldunnar voru vel haldnir Börn hjónanna voru hins vegar vannærð, pyntuð og þurftu reglulega að þola barsmíðar. 20. janúar 2018 10:01
Borðuðu einu sinni á dag og fóru tvisvar á ári í sturtu Foreldrar þrettán barna sem fundust við hræðilegar aðstæður munu fara fyrir dómara í dag. 18. janúar 2018 15:48
Foreldrarnir neita sök: Sum barnanna skert á vitsmunum og með taugaskaða eftir ofbeldið Börnin fengu að halda dagbækur sem lögreglan hefur komist yfir. 18. janúar 2018 22:50
Nágrannar höfðu ekki hugmynd um að börn væru í húsinu „Þau voru mjög hrædd. Eins og þau hefðu aldrei séð fólk áður.“ 16. janúar 2018 11:04
Hjón ákærð fyrir pyndingar og illa meðferð á börnum sínum Hjón í Kaliforníu hafa verið ákærð fyrir pyndingar á þrettán börnum sínum en þau voru handtekin á sunnudag eftir að einni dóttur þeirra tókst að losna úr prísundinni og kalla til lögreglu. 16. janúar 2018 20:33
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent