Erlent

Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó

Samúel Karl Ólason skrifar
Nokkrar árásir sem þessar hafa verið gerðar á undanförnum mánuðum og hefur það leitt til þess að hjálparstarfsmenn hafa flúið frá Kongó.
Nokkrar árásir sem þessar hafa verið gerðar á undanförnum mánuðum og hefur það leitt til þess að hjálparstarfsmenn hafa flúið frá Kongó. AP/Al-hadji Kudra Maliro
Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Austur-Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Tveir aðrir starfsmenn stofnunarinnar særðust í árásinni sem beindist að sjúkrahúsi í borginni Butembo en íbúar svæðisins upplifa nú næst stærsta ebólufaraldur sögunnar.

Vígamennirnir tilheyra hóp sem vill að allir utanaðkomandi heilbrigðisstarfsmenn yfirgefi Kongó, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Faraldurinn breiðist nú út hraðar en hann hefur áður gert en útbreiðsla ebólu í Kongó var skilgreind sem faraldur í ágúst síðastliðnum.



Þar spila árásir vígamanna og annarra inn í en þó nokkrar slíkar árásir hafa verið gerðar á undanförnum mánuðum og hefur það leitt til þess að hjálparstarfsmenn hafa flúið frá Kongó.

Háttsetti læknirinn sem lést hét Richard Mouzoko.

Talið er að um 843 hafi dáið vegna ebóluveirunnar í Kongó og að hundruð til viðbótar hafi smitast. Reuters segir vígamenn og aðra sem ráðist hafa gagn hjálparstarfsmönnum trúa því að um samsæri sé ræða og að ríkisstjórn landsins eða aðrar þjóðir standi að baki faraldursins.

Í röð tísta sem birt voru í kvöld segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, að stofnunin sé að skoða öryggisástandið í Kongó og ítrekaði hættuna sem steðjar að hjálparstarfsmönnum þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×