Enski boltinn

Guardiola: Hætt að vera heppni hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah fagnar sigurmarki Liverpool  um síðustu helgi en markaskorarinn, Tottenham-maðurinn Toby Alderweireld, situr á grasinu.
Mohamed Salah fagnar sigurmarki Liverpool um síðustu helgi en markaskorarinn, Tottenham-maðurinn Toby Alderweireld, situr á grasinu. Getty/Robbie Jay Barratt
Pep Guardiola er ekki tilbúinn að gera mikið úr heppnismörkum Liverpool á leiktíðinni og gengur svo langt að hætta að tala um heppni þegar kemur að öllum sigurmörkum Liverpool undir lok leikja. 

Liverpool hefur klárað nokkra leiki með dramatískum sigurmörkum á þessu tímabili og það hefur séð til þess að Liverpool liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Enn eitt dæmið um þetta var sigurmarkið á móti Tottenham um síðustu helgi þegar varnarmaður Tottenham liðsins skoraði afar slysalegt sjálfsmark á 90. mínútu leiksins.

Breskir knattspyrnuspekingar fóru að velta því fyrir sér hvort að örlögin væru í liði með lærisveinum Jürgen Klopp og það væri bara skrifað í skýin eða jafnvel bara á bikarinn að Liverpool myndi enda 29 ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum í ár.

Pep Guardiola,  knattspyrnustjóri Manchester City, var spurður út í sínar tilfinningar gagnvart þessu sigurmarkið Liverpool liðsins, á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins.





Þetta var þriðja sigurmark Liverpool á leiktíðinni á 90. mínútu eða síðar en Pep Guardiola var ekki hissa á að Liverpool skoraði þetta heppnismark.

„Kannski er þetta heppni þegar þetta gerist einu sinni eða tvisvar. Þegar þetta er farið að gerast fjórum eða fimm sinnum þá er þetta hætt að vera heppni hjá og kemur til af því að þeir eru með eitthvað sérstakt í gangi hjá sér,“ sagði Pep Guardiola.

„Ég eyði ekki tíma mínum í að hugsa: Þeir voru heppnir hérna, þarna og alls staðar. Það gefur mér ekki fleiri stig,“ sagði Guardiola.

Manchester City getur tekið toppsætið aftur af Liverpool vinni liði Cardiff í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×