Chelsea upp fyrir United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Chelsea fagna í kvöld.
Leikmenn Chelsea fagna í kvöld. vísir/getty
Chelsea vann nokkuð þægilegan 3-0 sigur á Brighton á heimavelli í kvöld en með sigrinum er Chelsea komið upp fyrir Manchester United.

Oliver Giroud var í byrjunarliði Chelsea á kostnað Gonzalo Higuain og það var hann sem kom Chelsea yfir en markið kom sjö mínútum fyrir leikhlé.

Eden Hazard bætti við öðru marki eftir klukkutímaleik og enski landsliðsmaðurinn, Ruben Loftus-Cheek, skoraði þriðja og síðasta markið sjö mínútum fyrir leikslok.





Chelsea er í fimmta sæti deildarinnar með 63 stig, er með lakari markahlutfall en Arsenal sem er í fjórða sætinu, einnig með 63 stig. Arsenal á þó leik til góða.

Brighton er í fimmtánda sætinu með 33 stig, fimm stigum frá fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira