Tottenham vígði nýja leikvanginn með sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tottenham fagnar í kvöld.
Tottenham fagnar í kvöld. vísir/getty
Tottenham vann fyrsta leikvanginn á nýjum leikvangi er liðið vann 2-0 sigur á Crystal Palace í kvöld.

Leikurinn var fyrsti leikurinn sem Tottenham spilar á stórglæsilegum leikvangi og það var mikið húllumhæ fyrir leikinn. Þó var það mikilvægasta stigin þrjú sem í boði voru.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik og fyrsta markið kom á 55. mínútu er Heung-Min Son kom Tottenham yfir. Skot hans fór í Luka Milivojevic, breytti um stefnu og lak í nærhornið.

Það var svo Daninn Christian Eriksen sem skoraði annað markið. Það kom eftir skyndisókn en eftir glæsilegan sprett Harry Kane datt boltinn til Danans sem kom boltanum yfir línuna tíu mínútum fyrir leikslok.

Tottenham er í þriðja sæti deildarinnar með 64 stig, stigi á undan grönnunum í Arsenal, sem eiga leik til góða.

Crystal Palace er í þrettánda sætinu með 36 stig, átta stigum frá fallsæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira