Erlent

Gera aðra tilraun til að beita Rússa þvingunum vegna afskipta

Samúel Karl Ólason skrifar
Flutningsmenn frumvarpsins eru þeir Chris Van Hollen, Demókrati, og Marco Rubio, Repúblikani. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir leggja frumvarp sem þetta fram.
Flutningsmenn frumvarpsins eru þeir Chris Van Hollen, Demókrati, og Marco Rubio, Repúblikani. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir leggja frumvarp sem þetta fram. Vísir/getty
Öldungadeildarþingmenn beggja flokka í Bandaríkjunum ætla sér að beita Rússa hörðum viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum, meðal annars með því markmiði að reyna að koma í veg fyrir frekari afskipti þeirra af kosningum í Bandaríkjunum. Aðgerðirnar munu að mestu beinast gegn bankakerfi Rússlands, orkugeira, vopnaframleiðslu og ríkisskuldum.

Reuters segir að frumvarpið, sem ber heitið „Deter Act“, verði lagt fram á þingi í dag. Flutningsmenn frumvarpsins eru þeir Chris Van Hollen, Demókrati, og Marco Rubio, Repúblikani. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir leggja frumvarp sem þetta fram. Það gerðu þeir líka í fyrra en leiðtogar Repúblikanaflokksins neituðu að láta greiða atkvæði um frumvarpið.Verði frumvarpið að lögum skal yfirmaður leyniþjónustumála Bandaríkjanna skila niðurstöðu innan 30 daga frá öllum alríkiskosningum um það hvort yfirvöld Rússlands eða annarra ríkja hafi haft afskipti af þeim kosningum.

Komist hann að því að svo hafi verið verður refsiaðgerðum beitt gegn því ríki innan tíu daga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.