Brexit: Lítill sem enginn árangur af viðræðum flokkanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2019 23:55 Það reynist Theresu May þrautin þyngri að ná einhverri niðurstöðu í Brexit. vísir/getty Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. Viðræðurnar, sem hófust á miðvikudag, hafa það að markmiði að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ef marka má fréttir BBC og Guardian eru viðræður flokkanna nú í uppnámi Verkamannaflokkurinn sendi frá sér í yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Theresa May, forsætisráðherra, hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. „Við hvetjum forsætisráðherrann til þess að koma fram með raunverulegar breytingar á samningnum hennar í tilraun til þess að finna aðra leið sem mun njóta stuðnings í þinginu og getur sameinað þjóðina,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði yfirlýsingu Verkamannaflokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Ríkisstjórnin væri tilbúin til þess að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við.Ekki víst að ESB veiti frest til loka júní Sir Keir Starmer, skuggaráðherra Brexit-mála, sagði aftur á móti að ríkisstjórnin legðist gegn öllum breytingartillögum sem lagðar væru til varðandi orðalag útgöngusamningsins. „Málamiðlun kallar á breytingar,“ sagði hann og bætti við að Verkamannaflokkurinn vildi halda viðræðunum áfram. Það þyrfti hins vegar að miðla málum. Eins og staðan er núna á Bretland að yfirgefa Evrópusambandið þann 12. apríl næstkomandi, eða eftir eina viku, og á þingið enn eftir að samþykkja útgöngusamning. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skrifaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, bréf í dag þar sem hún fór fram á að Evrópusambandið samþykki að fresta útgöngu þeirra til 30. júní svo þingmenn geti komið sér saman um útgöngusamning. Var Tusk fyrr í dag sagður ætla að bjóða tólf mánaða frest en bæði Guardian og CNN greina frá því að andstöðu gæti innan ESB við það að Bretar fái lengri frest.Í frétt CNN kemur fram að svo virðist sem enginn stuðningur hafi verið við það á fundi sendiherra ESB í Brussel í dag að veita Bretum frest til 30. júní. Eru sendiherrarnir sagðir hafa sett spurningamerki við það hvers vegna May væri að biðja um frest yfir höfuð og viðruðu Frakkar þá hugmynd að gefa einungis tveggja vikna frest. Hver niðurstaðan verður á eftir að koma í ljós en ef ekkert breytist næstu vikuna ganga Bretar úr ESB þann 12. apríl án útgöngusamnings. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar óska eftir framlengingu á fresti til júníloka Fulltrúar Evrópusambandsins hafa til þessa útilokað að annar skammtímafrestur væri í boði fyrir Bretland. 5. apríl 2019 08:34 Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Svo virðist sem lítill sem enginn árangur hafi náðst í viðræðum Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins vegna Brexit. Viðræðurnar, sem hófust á miðvikudag, hafa það að markmiði að ná samkomulagi um það hvernig þingmenn hyggjast leysa úr þráteflinu sem uppi er vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Ef marka má fréttir BBC og Guardian eru viðræður flokkanna nú í uppnámi Verkamannaflokkurinn sendi frá sér í yfirlýsingu í dag þar sem greint var frá því að Theresa May, forsætisráðherra, hefði hafnað því að gera nokkrar breytingar eða málamiðlanir á útgöngusamningnum sem þingið hefur hafnað þrisvar. „Við hvetjum forsætisráðherrann til þess að koma fram með raunverulegar breytingar á samningnum hennar í tilraun til þess að finna aðra leið sem mun njóta stuðnings í þinginu og getur sameinað þjóðina,“ sagði meðal annars í yfirlýsingunni. Talsmaður ríkisstjórnarinnar svaraði yfirlýsingu Verkamannaflokksins og sagði að raunverulegar tillögur hefðu verið lagðar fram. Ríkisstjórnin væri tilbúin til þess að sækjast eftir breytingum svo hægt væri að ná samningi sem báðir aðilar gætu sætt sig við.Ekki víst að ESB veiti frest til loka júní Sir Keir Starmer, skuggaráðherra Brexit-mála, sagði aftur á móti að ríkisstjórnin legðist gegn öllum breytingartillögum sem lagðar væru til varðandi orðalag útgöngusamningsins. „Málamiðlun kallar á breytingar,“ sagði hann og bætti við að Verkamannaflokkurinn vildi halda viðræðunum áfram. Það þyrfti hins vegar að miðla málum. Eins og staðan er núna á Bretland að yfirgefa Evrópusambandið þann 12. apríl næstkomandi, eða eftir eina viku, og á þingið enn eftir að samþykkja útgöngusamning. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skrifaði Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, bréf í dag þar sem hún fór fram á að Evrópusambandið samþykki að fresta útgöngu þeirra til 30. júní svo þingmenn geti komið sér saman um útgöngusamning. Var Tusk fyrr í dag sagður ætla að bjóða tólf mánaða frest en bæði Guardian og CNN greina frá því að andstöðu gæti innan ESB við það að Bretar fái lengri frest.Í frétt CNN kemur fram að svo virðist sem enginn stuðningur hafi verið við það á fundi sendiherra ESB í Brussel í dag að veita Bretum frest til 30. júní. Eru sendiherrarnir sagðir hafa sett spurningamerki við það hvers vegna May væri að biðja um frest yfir höfuð og viðruðu Frakkar þá hugmynd að gefa einungis tveggja vikna frest. Hver niðurstaðan verður á eftir að koma í ljós en ef ekkert breytist næstu vikuna ganga Bretar úr ESB þann 12. apríl án útgöngusamnings.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bretar óska eftir framlengingu á fresti til júníloka Fulltrúar Evrópusambandsins hafa til þessa útilokað að annar skammtímafrestur væri í boði fyrir Bretland. 5. apríl 2019 08:34 Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Bretar óska eftir framlengingu á fresti til júníloka Fulltrúar Evrópusambandsins hafa til þessa útilokað að annar skammtímafrestur væri í boði fyrir Bretland. 5. apríl 2019 08:34
Tusk sagður ætla að bjóða Bretum nýjan frest Þetta fullyrðir breska ríkisútvarpið og hefur eftir ónefndum háttsettum embættismanni hjá sambandinu. 5. apríl 2019 07:11