Leiknismenn segja KSÍ hafa lagt blessun sína yfir fordóma Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. mars 2019 12:58 Þórarinn Ingi Valdimarsson slapp með skrekkinn og Leiknismönnum er ekki skemmt. vísir/bára Forsvarsmenn fótboltafélagsins Leiknis í Breiðholti eru vægast sagt ósáttir með afgreiðslu máls Þórarins Inga Valdimarssonar, leikmanns Stjörnunnar, hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ en þar slapp Stjörnumaðurinn við frekari refsingu eftir ljótt atvik sem kom upp í leik Leiknis og Stjörnunnar um síðustu helgi. Þórarinn fékk rautt spjald í leiknum fyrir niðrandi ummæli um geðsjúkdóma í garð Ingólfs Sigurðssonar en Ingólfur hefur verið mjög opinskár um baráttu sína við geðræn vandamál. Þórarinn fékk eins leiks bann fyrir rauða spjaldið en slapp við lengra bann. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, heyrði það sem að Þórarinn sagði og sendi hann umsvifalaust í sturtu en Þórarinn baðst afsökunar á ummælum sínum eftir að Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu.pic.twitter.com/debadshRLv — Thorarinn Ingi V (@thorarinnV) March 18, 2019 Breiðhyltingar skilja ekki hvernig KSÍ gat horft framhjá eigin reglugerð um aga- og úrskurðarmál og benda þar á 16. grein regluverksins sem virðist nokkuð skýr á pappír. 16. greinin hljóðar svo: „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000.“ Sem fyrr segir ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ekkert að gera í málinu en Leiknismönnum er ekki skemmt og senda þeir knattspyrnusambandinu væna pillu í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu félagsins. „Síðastliðinn föstudag mátti leikmaður meistaraflokks félagsins þola fordóma í sinn garð. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum og þriðjudaginn 19. mars tók aganefnd Knattspyrnusambands Íslands málið fyrir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður má þola fordóma á okkar litla landi, hvort sem er meðal okkar iðkenda eða iðkenda í öðrum félögum,“ segir í yfirlýsingunni en mikið magn innflytjenda æfir og spilar með félaginu. „Við leggjum aldrei blessun okkar yfir slíka háttsemi, þrátt fyrir að knattspyrnusamband Íslands hafi gert það með ákvörðun sinni á fundi aganefndar. Það er algjörlega óskiljanlegt að knattspyrnusambandið líti framhjá 16. grein reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál í úrskurði sínum og samþykki þar með fordóma innan vallarinns. Fordómum verður ekki útrýmt ef skilaboðin eru þessi,“ segja Leiknismenn en alla yfirlýsinguna má lesa hér. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þórarinn Ingi: Lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli Þórarinn Ingi Valdimarsson sendi frá sér tilkynningu á Twitter í dag vegna rauðs spjalds sem hann fékk í leik Stjörnunnar og Leikins R. í Lengjubikarnum um helgina. 18. mars 2019 15:43 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
Forsvarsmenn fótboltafélagsins Leiknis í Breiðholti eru vægast sagt ósáttir með afgreiðslu máls Þórarins Inga Valdimarssonar, leikmanns Stjörnunnar, hjá aga- og úrskurðarnefnd KSÍ en þar slapp Stjörnumaðurinn við frekari refsingu eftir ljótt atvik sem kom upp í leik Leiknis og Stjörnunnar um síðustu helgi. Þórarinn fékk rautt spjald í leiknum fyrir niðrandi ummæli um geðsjúkdóma í garð Ingólfs Sigurðssonar en Ingólfur hefur verið mjög opinskár um baráttu sína við geðræn vandamál. Þórarinn fékk eins leiks bann fyrir rauða spjaldið en slapp við lengra bann. Þorvaldur Árnason, dómari leiksins, heyrði það sem að Þórarinn sagði og sendi hann umsvifalaust í sturtu en Þórarinn baðst afsökunar á ummælum sínum eftir að Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu.pic.twitter.com/debadshRLv — Thorarinn Ingi V (@thorarinnV) March 18, 2019 Breiðhyltingar skilja ekki hvernig KSÍ gat horft framhjá eigin reglugerð um aga- og úrskurðarmál og benda þar á 16. grein regluverksins sem virðist nokkuð skýr á pappír. 16. greinin hljóðar svo: „Hver sá sem misbýður öðrum einstaklingi eða hópi með fyrirlitningu, mismunun eða niðurlægingu í orði eða verki varðandi kynhneigð, kynferði, trúarbrögð, skoðanir, þjóðernisuppruna, kynþátt, litarhátt, og stöðu að öðru leyti skal sæta leikbanni í að minnsta kosti 5 leiki og banni frá viðkomandi leikvelli. Jafnframt skal félag viðkomandi sæta sekt að lágmarki að upphæð kr. 100.000. Ef sá brotlegi er forsvarsmaður liðs skal sekt félags nema að lágmarki kr. 150.000.“ Sem fyrr segir ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ ekkert að gera í málinu en Leiknismönnum er ekki skemmt og senda þeir knattspyrnusambandinu væna pillu í yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu félagsins. „Síðastliðinn föstudag mátti leikmaður meistaraflokks félagsins þola fordóma í sinn garð. Fjallað hefur verið um málið í fjölmiðlum og þriðjudaginn 19. mars tók aganefnd Knattspyrnusambands Íslands málið fyrir. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður má þola fordóma á okkar litla landi, hvort sem er meðal okkar iðkenda eða iðkenda í öðrum félögum,“ segir í yfirlýsingunni en mikið magn innflytjenda æfir og spilar með félaginu. „Við leggjum aldrei blessun okkar yfir slíka háttsemi, þrátt fyrir að knattspyrnusamband Íslands hafi gert það með ákvörðun sinni á fundi aganefndar. Það er algjörlega óskiljanlegt að knattspyrnusambandið líti framhjá 16. grein reglugerðar KSÍ um aga- og úrskurðarmál í úrskurði sínum og samþykki þar með fordóma innan vallarinns. Fordómum verður ekki útrýmt ef skilaboðin eru þessi,“ segja Leiknismenn en alla yfirlýsinguna má lesa hér.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þórarinn Ingi: Lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli Þórarinn Ingi Valdimarsson sendi frá sér tilkynningu á Twitter í dag vegna rauðs spjalds sem hann fékk í leik Stjörnunnar og Leikins R. í Lengjubikarnum um helgina. 18. mars 2019 15:43 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
Þórarinn Ingi: Lét orð falla sem eiga ekki heima á fótboltavelli Þórarinn Ingi Valdimarsson sendi frá sér tilkynningu á Twitter í dag vegna rauðs spjalds sem hann fékk í leik Stjörnunnar og Leikins R. í Lengjubikarnum um helgina. 18. mars 2019 15:43