Bandaríkin ætla að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2019 17:36 Ísraelskir skriðdrekir á Gólanhæðum. Ísraelar lögðu undir sig tvo þriðju hluta svæðisins í sex daga stríðinu. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti í dag að Bandaríkin ætluðu sér að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum. Ísraelar innlimuðu Gólanhæðir frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967. Ríkisstjórnir heims hafa ekki viðurkennt yfirráð Ísraela yfir landssvæðinu og Sýrlendingar hafa ítrekað gert kröfu um að fá svæðið til baka. Í tístinu segir Trump tíma til kominn að Bandaríkin viðurkenni að fullu að Ísrael hafi forráð yfir Gólanhæðum. Fullyrðir hann að Gólanhæðir leiki lykilhlutverk fyrir öryggi Ísraelsríkis og stöðugleika í heimshlutanum.After 52 years it is time for the United States to fully recognize Israel's Sovereignty over the Golan Heights, which is of critical strategic and security importance to the State of Israel and Regional Stability!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 21, 2019 Reuters-fréttastofan segir að fylgi ríkisstjórn Trump orðum hans eftir yrði það meiriháttar breyting frá stefnu Bandaríkjanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur þrýst á Bandaríkjastjórn að viðurkenna tilkall Ísraels til Gólanhæða. Netanjahú er væntanlegur í heimsókn til Washington-borgar í næstu viku. Hann stendur jafnframt frammi fyrir kosningum heima fyrir 9. apríl sem gætu reynst honum erfiðar í ljósi spillingarmála sem hann hefur verið bendlaður við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump veitir Ísrael meiriháttar pólitíska sigra. Ákvörðun Trump um að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem, sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall, til olli mikilli úlfúð. Fjöldi ríkja, þar á meðal Íslands, samþykktu ályktun gegn flutningum í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Bandaríkin Ísrael Sýrland Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti í dag að Bandaríkin ætluðu sér að viðurkenna yfirráð Ísraels yfir Gólanhæðum. Ísraelar innlimuðu Gólanhæðir frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967. Ríkisstjórnir heims hafa ekki viðurkennt yfirráð Ísraela yfir landssvæðinu og Sýrlendingar hafa ítrekað gert kröfu um að fá svæðið til baka. Í tístinu segir Trump tíma til kominn að Bandaríkin viðurkenni að fullu að Ísrael hafi forráð yfir Gólanhæðum. Fullyrðir hann að Gólanhæðir leiki lykilhlutverk fyrir öryggi Ísraelsríkis og stöðugleika í heimshlutanum.After 52 years it is time for the United States to fully recognize Israel's Sovereignty over the Golan Heights, which is of critical strategic and security importance to the State of Israel and Regional Stability!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 21, 2019 Reuters-fréttastofan segir að fylgi ríkisstjórn Trump orðum hans eftir yrði það meiriháttar breyting frá stefnu Bandaríkjanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur þrýst á Bandaríkjastjórn að viðurkenna tilkall Ísraels til Gólanhæða. Netanjahú er væntanlegur í heimsókn til Washington-borgar í næstu viku. Hann stendur jafnframt frammi fyrir kosningum heima fyrir 9. apríl sem gætu reynst honum erfiðar í ljósi spillingarmála sem hann hefur verið bendlaður við. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump veitir Ísrael meiriháttar pólitíska sigra. Ákvörðun Trump um að færa sendiráð Bandaríkjanna frá Tel Aviv til Jerúsalem, sem bæði Ísraelar og Palestínumenn gera tilkall, til olli mikilli úlfúð. Fjöldi ríkja, þar á meðal Íslands, samþykktu ályktun gegn flutningum í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2017.
Bandaríkin Ísrael Sýrland Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira