Erlent

Tugir fórust í sprengingu í kín­verskri efna­verk­smiðju

Atli Ísleifsson skrifar
Tianjiayi Chemical rak verksmiðjuna, sem framleiddi áburð.
Tianjiayi Chemical rak verksmiðjuna, sem framleiddi áburð. Getty
47 manns hið minnsta fórust og tæplega hundrað slösuðust alvarlega þegar sprenging varð í efnaverksmiðju í kínversku borginni Yancheng í austurhluta landsins í gær.

Talsmaður kínverskra yfirvalda segir að alls hafi rúmlega sex hundruð manns þurft að leita aðhlynningar vegna slyssins. Níutíu hafi særst alvarlega.

Sprengingin var svo öflug að skjálfti af stærðinni 2,2 kom fram á mælum í borginni Lianyungang, skammt frá verksmiðjunni.

Gluggar í húsum í allt að þriggja kílómetra fjarlægð splundruðust við sprenginguna, en um er að ræða eitt mannskæðasta iðnaðarslys í sögu landsins.

Tianjiayi Chemical rak verksmiðjuna, sem framleiddi áburð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×