Erlent

Sextíu fórust í rútuslysi í Gana

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið átti sér stað klukkan tvö að staðartíma í nótt.
Slysið átti sér stað klukkan tvö að staðartíma í nótt. Getty

Sextíu manns hið minnsta fórust þegar tvær rútur rákust saman á vegi í Austur-Bono-héraði í miðju Afríkuríkisins Gana.

BBC hefur eftir lögreglu að slysið hafi orðið við Amoma Nkwanta um klukkan tvö í nótt að staðartíma.

Rannsókn er hafin á tildrögum slyssins, en um fimmtíu farþegar voru um borð í báðum rútunum.

Önnur rútan varð alelda eftir áreksturinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.