Rólegur dagur eftir sprengjuregn í nótt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 26. mars 2019 20:00 Ísraelskir hermenn aðhafast nærri landamærum Gaza. EPA/Atef Safadi Dagurinn í dag hefur verið hljóðlátur á Gasasvæðinu og einnig handan landamæranna Ísraelsmegin. Sérstaklega í samanburði við nóttina sem einkenndist af sprengjuregni og loftvarnarsírenum beggja vegna. Skólar voru lokaðir í suðurhluta Ísraels í dag af ótta við sprengjur frá Gasa og á sama tíma mátti sjá ísrelska herinn flytja mikið magn hergagna suður að landamærunum. Óttast hefur verið að frekari átök brjótist út en enn sem komið er hefur dagurinn verið rólegur. Skærurnar í nótt má rekja til eldflaugaárásar á mánudagsmorgun. Þá var eldflaug skotið frá borginni Rafah á suðurhluta Gasa svæðisins og hafnaði hún á íbúðarhúsi í Mishmeret í Ísrael með þeim afleiðingum að sjö slösuðust. Árásin þótti sérstök þar sem eldflaugin dreif óvenju langt og fyrir þær sakir að Hamas liðar segjast ekki bera ábyrgð á henni. Sjö slösuðust í árásinni.Mikil eyðilegging er í Gasaborg eftir loftárásir Ísraelshers.EPA/Mohammed SaberÍ gærkvöldi svaraði Ísraelsher fyrir sig með loftárásum á lykilskotmörk undir stjórn Hamas samtakanna í Gasaborg. Þar á meðal var skrifstofu eins æðsta leiðtoga Hamas samtakanna, Ismail Haniyeh, grandað. Sjö slösuðust í loftárásunum samkvæmt talsmanni heimbrigðisyfirvalda á Gasa. Í kjölfarið hafa báðar fylkingar látið sprengjunum rigna. Í nótt skutu vígamenn á Gasasvæðinu um 60 skotum úr sprengjuvörpum og eldflaugum yfir á þorp og bæi í Ísrael og Ísrael svaraði um hæl með loftárásum á 15 skotmörk víðsvegar um Gasasvæðið. Árásir héldu áfram inn í nóttina þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé sem samþykkt var klukkan tíu í gærkvöldi. Árásarhrinur sem þessar hafa færst í aukana að undanförnu en the Guardian greinir frá því að Ísraelsher hafi gert um 900 loftárásir á Gasa undanfarið ár og sömuleiðis hafa Hamas samtökin gert um 1200 eldflauga- og sprengivörpuárásir. Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Dagurinn í dag hefur verið hljóðlátur á Gasasvæðinu og einnig handan landamæranna Ísraelsmegin. Sérstaklega í samanburði við nóttina sem einkenndist af sprengjuregni og loftvarnarsírenum beggja vegna. Skólar voru lokaðir í suðurhluta Ísraels í dag af ótta við sprengjur frá Gasa og á sama tíma mátti sjá ísrelska herinn flytja mikið magn hergagna suður að landamærunum. Óttast hefur verið að frekari átök brjótist út en enn sem komið er hefur dagurinn verið rólegur. Skærurnar í nótt má rekja til eldflaugaárásar á mánudagsmorgun. Þá var eldflaug skotið frá borginni Rafah á suðurhluta Gasa svæðisins og hafnaði hún á íbúðarhúsi í Mishmeret í Ísrael með þeim afleiðingum að sjö slösuðust. Árásin þótti sérstök þar sem eldflaugin dreif óvenju langt og fyrir þær sakir að Hamas liðar segjast ekki bera ábyrgð á henni. Sjö slösuðust í árásinni.Mikil eyðilegging er í Gasaborg eftir loftárásir Ísraelshers.EPA/Mohammed SaberÍ gærkvöldi svaraði Ísraelsher fyrir sig með loftárásum á lykilskotmörk undir stjórn Hamas samtakanna í Gasaborg. Þar á meðal var skrifstofu eins æðsta leiðtoga Hamas samtakanna, Ismail Haniyeh, grandað. Sjö slösuðust í loftárásunum samkvæmt talsmanni heimbrigðisyfirvalda á Gasa. Í kjölfarið hafa báðar fylkingar látið sprengjunum rigna. Í nótt skutu vígamenn á Gasasvæðinu um 60 skotum úr sprengjuvörpum og eldflaugum yfir á þorp og bæi í Ísrael og Ísrael svaraði um hæl með loftárásum á 15 skotmörk víðsvegar um Gasasvæðið. Árásir héldu áfram inn í nóttina þrátt fyrir samkomulag um vopnahlé sem samþykkt var klukkan tíu í gærkvöldi. Árásarhrinur sem þessar hafa færst í aukana að undanförnu en the Guardian greinir frá því að Ísraelsher hafi gert um 900 loftárásir á Gasa undanfarið ár og sömuleiðis hafa Hamas samtökin gert um 1200 eldflauga- og sprengivörpuárásir.
Ísrael Palestína Tengdar fréttir Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Sjá meira
Ísraelsher lét sprengjum rigna yfir Gaza-ströndina í gærkvöld Ísraelski herinn hóf í gær loftárásir á Gaza-svæðið. Að sögn ísraelskra yfirvalda er árásin til komin vegna flugskeytaárásar Palestínumanna árla í gær. Skeytið hæfði hús í Ísrael miðju og særði sjö. 26. mars 2019 06:10