Breska ríkisstjórnin sögð hafa hafnað nýjum samningi um helgina 11. mars 2019 14:55 May sagði Juncker frá því í símtali í gær að ráðherrar hennar hefðu fúlsað við málamiðlun ESB um írsku baktrygginguna. Vísir/EPA Ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, eru sagðir hafa hafnað breytingum sem Evrópusambandið var tilbúið að gera á útgöngusamningi um helgina. Viðræðurnar eru sagðar hafa siglt í strand þegar aðeins átján dagar eru þar til Bretar ætla að ganga úr sambandinu.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið nálægt samkomulagi á laugardag og hefur eftir evrópskum embættismönnum. Sambandið hafi verið tilbúið að semja um ákvæði sem gerði bresku ríkisstjórninni kleift að segja sig einhliða frá svonefndri baktryggingu um landamæri á Írlandi. Fylgjendur útgöngunnar í Íhaldsflokki May eru ósáttir við baktrygginguna en í henni felst að Norður-Írland yrði áfram hluti af tollabandalagi ESB eftir útgöngunni þangað til samið yrði um varanlegt fyrirkomulag sem kæmi í veg fyrir að setja þyrfti upp hefðbundin landamæri á milli Írlands og Norður-Írlands. Óttast þeir að fyrirkomulagið með festa Bretland inni í tollabandalaginu ef engin tímamörk verða sett á baktrygginguna. Vonir um að þetta útspil ESB gæti leitt til breytinga á útgöngusamningnum sem breskir þingmenn höfnuðu með afgerandi meirihluta í janúar kulnuðu þó fljótt. Ráðherrar í ríkisstjórn May höfnuðu breytingunni og greindi May frá því í símtali við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gærkvöldi. Breska þingið á að greiða atkvæði um útgöngusamninginn á morgun. Verði hann felldur öðru sinni kjósa þingmenn um hvort þeir vilja ganga úr sambandinu án samnings. Sé ekki meirihluti fyrir því verða þingmenn látnir greiða atkvæði um hvort fresta eigi útgöngunni. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50 Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, eru sagðir hafa hafnað breytingum sem Evrópusambandið var tilbúið að gera á útgöngusamningi um helgina. Viðræðurnar eru sagðar hafa siglt í strand þegar aðeins átján dagar eru þar til Bretar ætla að ganga úr sambandinu.Reuters-fréttastofan segir að fulltrúar Bretlands og Evrópusambandsins hafi verið nálægt samkomulagi á laugardag og hefur eftir evrópskum embættismönnum. Sambandið hafi verið tilbúið að semja um ákvæði sem gerði bresku ríkisstjórninni kleift að segja sig einhliða frá svonefndri baktryggingu um landamæri á Írlandi. Fylgjendur útgöngunnar í Íhaldsflokki May eru ósáttir við baktrygginguna en í henni felst að Norður-Írland yrði áfram hluti af tollabandalagi ESB eftir útgöngunni þangað til samið yrði um varanlegt fyrirkomulag sem kæmi í veg fyrir að setja þyrfti upp hefðbundin landamæri á milli Írlands og Norður-Írlands. Óttast þeir að fyrirkomulagið með festa Bretland inni í tollabandalaginu ef engin tímamörk verða sett á baktrygginguna. Vonir um að þetta útspil ESB gæti leitt til breytinga á útgöngusamningnum sem breskir þingmenn höfnuðu með afgerandi meirihluta í janúar kulnuðu þó fljótt. Ráðherrar í ríkisstjórn May höfnuðu breytingunni og greindi May frá því í símtali við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gærkvöldi. Breska þingið á að greiða atkvæði um útgöngusamninginn á morgun. Verði hann felldur öðru sinni kjósa þingmenn um hvort þeir vilja ganga úr sambandinu án samnings. Sé ekki meirihluti fyrir því verða þingmenn látnir greiða atkvæði um hvort fresta eigi útgöngunni.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50 Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50
Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna er ekki meirihluti fyrir því að kjósa aftur um útgönguna úr Evrópusambandinu. 11. mars 2019 08:49