Hafa komist að samkomulagi um Brexit, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2019 23:28 Theresa May og Jean-Claude Juncker. AP/Vincent Kessler Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Samkvæmt David Lidington, ráðherra May, felur samkomulagið í sér að ESB geti í raun ekki bundið Bretland innan tollasamstarfs sambandsins. May flaug óvænt til Strasbourg í dag í aðdraganda þess að breskir þingmenn munu kjósa um Brexit-samning hennar á morgun. Þingmenn hafa hafnað samningnum áður. Eftir að Lidington tilkynnti samkomulagið sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, að val þingmanna væri ljóst. Það væri að samþykkja samninginn, því annars væri mögulegt að ekki yrði af Brexit. Áætlað er að Bretland fari úr Evrópusambandinu þann 29. mars.Our agreement provides meaningful clarifications & legal guarantees to the Withdrawal Agreement & #backstop. The choice is clear: it is this deal, or #Brexit may not happen at all. Let’s bring the UK’s withdrawal to an orderly end. We owe it to history. https://t.co/lfy9eehEZipic.twitter.com/XCqcLwZV7V — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) March 11, 2019 Í janúar þegar síðast voru greidd atkvæði um Brexit-samning á breska þinginu beið forsætisráðherrann afhroð. 432 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum og einungis 202 greiddu atkvæði með honum. Það var stærsti ósigur forsætisráðherra Bretlands í sögu þingsins. Það sem hefur staðið hvað helst í þingmönnum Bretlands er hvað verður um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tolleftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020, eða jafnvel aldrei, og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB þar til langtímalausn finnist. Hvort sem hún felist í nýjum fríverslunarsamningi eða ekki. Fyrirkomulag þetta kallast á ensku „Backstop plan“. Nýja samkomulag May og framkvæmdastjórnarinnar felur í sér að reyni ESB að þvinga Breta til að vera áfram innan tollasamstarfsins hafi Bretar leiðir til að koma í veg fyrir það, eða því heldur Lidington fram allavega. Miðað við fyrstu viðbrögð stjórnarandstöðunnar í Bretlandi þykir það ekki ljóst. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur gert bindandi samkomulag við forkólfa Evrópusambandsins varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands í kjölfar Brexit, úrgöngu Bretlands úr sambandinu. Samkvæmt David Lidington, ráðherra May, felur samkomulagið í sér að ESB geti í raun ekki bundið Bretland innan tollasamstarfs sambandsins. May flaug óvænt til Strasbourg í dag í aðdraganda þess að breskir þingmenn munu kjósa um Brexit-samning hennar á morgun. Þingmenn hafa hafnað samningnum áður. Eftir að Lidington tilkynnti samkomulagið sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, að val þingmanna væri ljóst. Það væri að samþykkja samninginn, því annars væri mögulegt að ekki yrði af Brexit. Áætlað er að Bretland fari úr Evrópusambandinu þann 29. mars.Our agreement provides meaningful clarifications & legal guarantees to the Withdrawal Agreement & #backstop. The choice is clear: it is this deal, or #Brexit may not happen at all. Let’s bring the UK’s withdrawal to an orderly end. We owe it to history. https://t.co/lfy9eehEZipic.twitter.com/XCqcLwZV7V — Jean-Claude Juncker (@JunckerEU) March 11, 2019 Í janúar þegar síðast voru greidd atkvæði um Brexit-samning á breska þinginu beið forsætisráðherrann afhroð. 432 þingmenn greiddu atkvæði gegn samningnum og einungis 202 greiddu atkvæði með honum. Það var stærsti ósigur forsætisráðherra Bretlands í sögu þingsins. Það sem hefur staðið hvað helst í þingmönnum Bretlands er hvað verður um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tolleftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020, eða jafnvel aldrei, og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB þar til langtímalausn finnist. Hvort sem hún felist í nýjum fríverslunarsamningi eða ekki. Fyrirkomulag þetta kallast á ensku „Backstop plan“. Nýja samkomulag May og framkvæmdastjórnarinnar felur í sér að reyni ESB að þvinga Breta til að vera áfram innan tollasamstarfsins hafi Bretar leiðir til að koma í veg fyrir það, eða því heldur Lidington fram allavega. Miðað við fyrstu viðbrögð stjórnarandstöðunnar í Bretlandi þykir það ekki ljóst.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira