Erlent

Kosninga­þátt­takan í Norður-Kóreu sögð 99,99 prósent

Atli Ísleifsson skrifar
Kim Jong-un hefur stýrt Norður-Kóreu frá árinu 2011.
Kim Jong-un hefur stýrt Norður-Kóreu frá árinu 2011. Getty
Kosningaþátttaka í nýafstöðnum þingkosningunum í Norður-Kóreu var með besta móti samkvæmt ríkisfjölmiðlinum þar í landi.

Að þessu sinni er kosningaþátttakan sögð hafa verið 99,99 prósent í einræðisríkinu, hlutfall sem þekkist ekki lýðræðisríkjum. Þátttakan var sögð hafa verið 99,97 prósent í síðustu þingkosningum, árið 2014. 

Einungis var einn maður í framboði í hverju kjördæmi, en þau eru um sjö hundruð í landinu.

Að nafninu til eru bæði til þing og ríkisstjórn í Norður-Kóreu, en það er í raun er það þjóðvarnarráðið, formaður hvers er Kim Jong-Un, sem fer með öll völd í landinu.

Kjörstjórn segir að þátttaka í kosningunum hafi ekki verið 100 prósent þar sem þeir sem hafi dvalið erlendis eða starfa á hafi úti hafi ekki haft færi á að kjósa.

Fréttaskýrendur hafa lýst kosningunum sem nokkurs konar helgiathöfn til að valdaklíka landsins geti fært rök fyrir því að það sé þjóðin sem ráði í landinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×