Erlent

Norður-Kóreu­menn kjósa nýtt þing og fá að velja um einn fram­bjóðanda

Atli Ísleifsson skrifar
Kim Jong-un hefur stýrt Norður-Kóreu frá árinu 2011.
Kim Jong-un hefur stýrt Norður-Kóreu frá árinu 2011. getty/carl court
Norður-Kóreumenn ganga að kjörborðinu í dag. Ekki er von á spennandi kosninganótt þar sem einungis er möguleiki á einum sigurvegara.

Kosið er til þings og á kjörseðlunum í hverju kjördæmi fyrir sig er að finna nafn eins frambjóðanda. Hægt er að strika úr nafn viðkomandi, en slíkt þekkist ekki. Í landinu er að finna um sjö hundruð kjördæmi.

Kosið er til þings í Norður-Kóreu á fimm ára fresti, en eina raunverulega hlutverk þingsins er að samþykkja ákvarðanir leiðtogans Kim Jong-un.

Kosningaþáttaka í norður-kóreskum þingkosningum er af fulltrúum Norður-Kóreustjórnar sögð hafa verið 99,97 prósent í síðustu kosningum og fengu þeir frambjóðendur sem höfðu verið samþykktir af stjórninni 100 prósent atkvæða.

Í Norður-Kóreu er að nafninu til bæði að finna þing og ríkisstjórn, en í raun er það þjóðvarnarráðið, formaður hvers er Kim Jong-Un, sem fer með öll völd í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×