Bandaríkjastjórn leggur refsiaðgerðir á starfsmenn Alþjóðasakamáladómstólsins Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2019 16:18 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar hann tilkynnti um aðgerðirnar í dag. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í dag að bandarísk yfirvöld ætli að takmarka landvistarleyfi einstaklinga sem tengjast mögulegum rannsóknum Alþjóðasakamáladómstólsins á stríðsglæpum bandarísks herliðs eða bandalagsríkja. Dómarar Alþjóðasakamáladómstólsins ígrunda nú kröfu saksóknara við dóminn um að rannsaka meinta stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sem hafa verið framdir í Afganistan frá því að Bandaríkin og bandalagsríki þeirra réðust þar inn árið 2003. Í september lýsti ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta því yfir að ef dómstóllinn hæfi rannsókn á stríðsglæpum í Afganistan íhugaði hún að bann dómara og saksóknara frá því að koma til Bandaríkjanna, frysta fjármuni þeirra og sækja þá til saka fyrir bandarískum dómstólum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, fylgdi þeirri hótun eftir í dag þegar hann tilkynnti um að landvistarheimildir hvers þess sem ætti þátt í rannsókn dómstólsins á bandarísku herliði yrðu takmarkaðar. Þær aðgerðir gætu einnig beinst að þeim sem hæfu rannsókn á bandalagsríkjum eins og Ísrael. „Þessar landvistarleyfistakmarkanir verða ekki síðasta orð okkar í þessum efnum. Við erum tilbúin að grípa til frekari aðgerða, þar á meðal efnahagsþvingana, ef Alþjóðasakamáladómstóllinn skiptir ekki um stefnu,“ sagði Pompeo. Andrea Prasow, einn stjórnandi mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar, segir að tilkynning Bandaríkjastjórnar sé „óþokkaleg tilraun til þess að refsa rannsakendum“. Hún sendi pyntingarmeisturum og morðingjum skilaboð um að þeir geti haldið glæpum sínum áfram áhyggjulausir. Alþjóðasakamáladómstóllinn var stofnaður árið 2002 og var ætlað að sækja til saka þá sem gerast sekir um stríðsglæpi, þjóðarmorð eða glæpi gegn mannkyninu þegar ríki annað hvort geta ekki eða vilja ekki ákæra þá sjálf. Bandaríkin, Kína og Rússland eru ekki aðilar að dómstólnum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í dag að bandarísk yfirvöld ætli að takmarka landvistarleyfi einstaklinga sem tengjast mögulegum rannsóknum Alþjóðasakamáladómstólsins á stríðsglæpum bandarísks herliðs eða bandalagsríkja. Dómarar Alþjóðasakamáladómstólsins ígrunda nú kröfu saksóknara við dóminn um að rannsaka meinta stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu sem hafa verið framdir í Afganistan frá því að Bandaríkin og bandalagsríki þeirra réðust þar inn árið 2003. Í september lýsti ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta því yfir að ef dómstóllinn hæfi rannsókn á stríðsglæpum í Afganistan íhugaði hún að bann dómara og saksóknara frá því að koma til Bandaríkjanna, frysta fjármuni þeirra og sækja þá til saka fyrir bandarískum dómstólum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, fylgdi þeirri hótun eftir í dag þegar hann tilkynnti um að landvistarheimildir hvers þess sem ætti þátt í rannsókn dómstólsins á bandarísku herliði yrðu takmarkaðar. Þær aðgerðir gætu einnig beinst að þeim sem hæfu rannsókn á bandalagsríkjum eins og Ísrael. „Þessar landvistarleyfistakmarkanir verða ekki síðasta orð okkar í þessum efnum. Við erum tilbúin að grípa til frekari aðgerða, þar á meðal efnahagsþvingana, ef Alþjóðasakamáladómstóllinn skiptir ekki um stefnu,“ sagði Pompeo. Andrea Prasow, einn stjórnandi mannréttindasamtakanna Mannréttindavaktarinnar, segir að tilkynning Bandaríkjastjórnar sé „óþokkaleg tilraun til þess að refsa rannsakendum“. Hún sendi pyntingarmeisturum og morðingjum skilaboð um að þeir geti haldið glæpum sínum áfram áhyggjulausir. Alþjóðasakamáladómstóllinn var stofnaður árið 2002 og var ætlað að sækja til saka þá sem gerast sekir um stríðsglæpi, þjóðarmorð eða glæpi gegn mannkyninu þegar ríki annað hvort geta ekki eða vilja ekki ákæra þá sjálf. Bandaríkin, Kína og Rússland eru ekki aðilar að dómstólnum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira