Enski boltinn

Reus hetja Dortmund í uppbótartíma

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Dortmund fagna sigurmarki Reus
Leikmenn Dortmund fagna sigurmarki Reus vísir/getty
Marco Reus bjargaði dýrmætum stigum fyrir Borussia Dortmund í toppbaráttunni í þýsku Bundesligunni í kvöld.

Það er hörð barátta á milli Dortmund og Bayern München um Þýskalandsmeistaratitilinn og mátti Dortmund ekki við því að misstíga sig gegn Hertha Berlin sem er í auðum sjó um miðja deild.

Salomon Kalou kom heimamönnum í Hertha tvisvar yfir í fyrri hálfleik, Thomas Delaney jafnaði á milli marka hans fyrir Dortmund.

Strax á fyrstu mínútum seinni hálfleiks jafnaði Dan-Axel Zagadou leikinn fyrir Dortmund á ný.

Það var allt jafnt fram í uppbótartíma seinni hálfleiks þegar Reus skoraði sigurmarkið.

Berlínarliðið missti tvo menn út af í leiknum, á 85. mínútu var Jordan Torunarigha sendur í sturtu með tvö gul spjöld og í uppbótartíma, eftir mark Reus, fékk varamaðurinn Vedad Ibisevic beint rautt spjald fyrir að kasta boltanum í höfuð markmanns Dortmund.

Dortmund er nú með þriggja stiga forystu á Bayern á toppnum en Bayern á leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×