May ætlar að biðja um þriggja mánaða frestun Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2019 18:52 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að biðja fulltrúa Evrópusambandsins um þriggja mánaða frestun á útgöngu Bretlands úr sambandinu. Áform May um að reyna til þrautar að fá þingið til að samþykkja útgöngusamning hennar fór út um þúfur þegar forseti þingsins ákvað að hún fengi ekki að leggja samninginn fram óbreyttan. Útgöngusamningnum hefur verið hafnað í tvígang með afgerandi meirihluta á breska þinginu, síðast í síðustu viku. Þingmenn samþykktu ennfremur að fresta útgöngunni um ótiltekinn tíma nema samningur yrði samþykktur fyrir 20. mars. Til stóð að Bretar gengju úr sambandinu 29. mars. May ætlaði því að leggja útgöngusamninginn fyrir þingið aftur í dag í þeirri von að einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins sem greiddu atkvæði gegn honum í síðustu viku skiptu um skoðun nú þegar útlit er fyrir að útgöngunni verði frestað. John Bercow, forseti neðri deildar þingsins, hleypti þeim áformum May upp í gær þegar hann sagði að þingsköp leyfðu ekki að sama þingmál væri lagt fram óbreytt oftar en einu sinni.Reuters-fréttastofan segir að May hafi í dag unnið að bréfi til Donalds Tusk, forseta Evrópuráðsins, þar sem hún óskar eftir að útgöngunni verði frestað. Talsmaður forsætisráðherrans vildi ekki upplýsa um hversu langan frest hún ætlaði að biðja um. Hún hefur áður sagt að samþykkti þingið ekki samning hennar óskaði hún eftir frestun útgöngunnar fram yfir 30. júní. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að biðja fulltrúa Evrópusambandsins um þriggja mánaða frestun á útgöngu Bretlands úr sambandinu. Áform May um að reyna til þrautar að fá þingið til að samþykkja útgöngusamning hennar fór út um þúfur þegar forseti þingsins ákvað að hún fengi ekki að leggja samninginn fram óbreyttan. Útgöngusamningnum hefur verið hafnað í tvígang með afgerandi meirihluta á breska þinginu, síðast í síðustu viku. Þingmenn samþykktu ennfremur að fresta útgöngunni um ótiltekinn tíma nema samningur yrði samþykktur fyrir 20. mars. Til stóð að Bretar gengju úr sambandinu 29. mars. May ætlaði því að leggja útgöngusamninginn fyrir þingið aftur í dag í þeirri von að einhverjir þingmenn Íhaldsflokksins sem greiddu atkvæði gegn honum í síðustu viku skiptu um skoðun nú þegar útlit er fyrir að útgöngunni verði frestað. John Bercow, forseti neðri deildar þingsins, hleypti þeim áformum May upp í gær þegar hann sagði að þingsköp leyfðu ekki að sama þingmál væri lagt fram óbreytt oftar en einu sinni.Reuters-fréttastofan segir að May hafi í dag unnið að bréfi til Donalds Tusk, forseta Evrópuráðsins, þar sem hún óskar eftir að útgöngunni verði frestað. Talsmaður forsætisráðherrans vildi ekki upplýsa um hversu langan frest hún ætlaði að biðja um. Hún hefur áður sagt að samþykkti þingið ekki samning hennar óskaði hún eftir frestun útgöngunnar fram yfir 30. júní.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20 Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Greiða aðeins atkvæði um útgöngusamninginn stefni í samþykkt May forsætisráðherra vill leggja útgöngusamning sinn við Evrópusambandið fyrir þingið í þriðja skiptið í vikunni. 18. mars 2019 11:20
Bannar atkvæðagreiðslu um óbreyttan Brexit-samning Forseti fulltrúadeildar breska þingsins, John Bercow, hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um Brexit-samninginn að nýju fyrr en að gerðar hafa verið breytingar á efni hans. 18. mars 2019 17:47