Enski boltinn

Ömurleg færanýting, köttur á Goodison og ótrúlegt grip á tyggjó: Sjáðu það fyndnasta úr febrúar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Febrúarmánuði lauk í gær og enska úrvalsdeildin tók saman það fyndnasta sem gerðist í deildinni dagana 28.

Það var margt sprenghlægilegt sem gerðist og þar á meðal var köttur vinsæll í leik Everton og Wolves. Hann stoppaði leikinn í um það bil tíu mínútur.

Þá var einnig nokkuð um klaufaleg mistök, lélega færanýtingu og þar fram eftir götunum en framherji Liverpoool, Mo Salah, kemur til að mynda fyrir í myndbandinu.

Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×