Íslenski boltinn

Fjölnir afgreiddi Fram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bergsveinn skoraði í kvöld.
Bergsveinn skoraði í kvöld. vísir/antonbrink
Fjölnismenn höfðu betur gegn Fram, 3-1, í síðasta leik dagsins í Lengjubikarnum er Inkasso-liðin mættust í Egilshöllinni í kvöld.

Fjölnir komst yfir á 29. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Jón Gísli Ström tvöfaldaði svo forystuna á 48. mínútu með laglegri vippu.

Framarar minnkuðu muninn á 66. mínútu en eftir glæsilega fyrirgjöf stangaði Helgi Guðjónsson boltann í netið.

Sjö mínútum síðar komust Fjölnismenn aftur í tveggja marka forystu en eftir hornspyrnu skallaði fyrirliðinn Bergsveinn Ólfasson boltann í netið. Lokatölur 3-1.

Fjölnir er á toppi riðils þrjú í A-deildinni en þeir eru með sjö stig eftir þrjár umferðir. Fram er án stiga í riðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×