Enski boltinn

Guardiola: De Bruyne frá í einhvern tíma

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þetta er ekki tímabilið hans de Bruyne.
Þetta er ekki tímabilið hans de Bruyne. vísir/getty
Kevin de Bruyne verður frá í liði Manchester City í „einhvern tíma“ að sögn Pep Guardiola en hann meiddist aftan í læri í leik City og Bournemouth í dag.

Belginn var tekinn af velli í fyrri hálfleik eftir að hafa lagst í grasið. De Bruyne fór niður einn og yfirgefinn en ekki eftir tæklingu, sem er oft tákn um alvarleg meiðsli.

„Kevin verður frá í einhvern tíma, hann meiddist í vöðvanum aftan í læri,“ sagði Guardiola.

Riyad Mahrez kom inn á fyrir de Bruyne og hann átti eftir að reynast hetjan og skora eina mark leiksins.

„Þegar þú spilar 25 leiki á 93 dögum þá koma upp líkamleg vandamál. Við gefum leikmönnunum ekki nægan tíma til þess að ná sér.“

De Bruyne var frábær á síðasta tímabili en þetta tímabil hefur hann átt við mörg meiðsli að stríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×