Bera saman orð Kevin Keegan frá 1996 við orð Jürgen Klopp í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2019 10:30 Kevin Keagan og Jürgen Klopp. Samsett/Getty Liverpool liðið er búið að tapa niður tíu stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni á tveimur mánuðum og Manchester City situr nú í toppsæti deildarinnar. Sögufróðir menn muna vel eftir hruni Newcastle United tímabilið 1995-96 og viðtal við Jürgen Klopp eftir markalaust jafntefli á móti Everton í gær hefur kallað á samanburð við viðtal við knattspyrnustjóra Newcastle fyrir 23 árum síðan. Liverpool liðið hefur verið á toppnum í yfir hundrað daga á tímabilinu en datt niður í annað sætið um helgina eftir jafntefli á móti nágrönnum sínum í Everton. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var pirraður á blaðamannafundinum eftir leikinn þegar hann var spurður út í varfærnislegan leik Liverpool-liðsins. Taugaveiklaður og bitlaus sóknarleikur hefur verið algeng sjón fyrir stuðningsmenn Liverpool í mörgum undanförnum leikjum. Klopp hafði engan húmor fyrir einni spurningu. Þegar Klopp fór að snúa út úr spurningu um að taka ekki áhættu þá voru menn fljótir að benda á orð Kevin Keagan frá 1996.Keegan: “Do you think we didn’t take enough risks today? I’ve got two full backs who play as wingers. My centre half used to be a centre forward. My goalkeeper plays centre mid in training. It’s not a game of chess you know’... https://t.co/TUotaAqExi — Martin Hardy (@mhardysport) March 3, 2019„Fannst þér við ekki taka nægilega mikla áhættu í dag? Ég er með tvo bakverði sem spila sem kantmenn. Miðvörðurinn minn var einu sinni framherji. Markmaðurinn minn spilar á miðjunni á æfingum. Þetta er ekki skák,“ sagði Kevin Keegan en Klopp talaði á svipuðum nótum. „Fannst þér við ekki taka nægilega mikla áhættu í dag? Ég er mjög vonsvikinn með slíka spurningu. Heldur þú að þetta sé Playstation? Setja inn auka sóknarmann og allt breytist. Fótboltinn er ekki þanng. Við förum ekki á taugum eins og þú greinilega,“ sagði Jürgen Klopp sem er vanalega þolinmóður á blaðamannafundum og fer sjaldan í leiðindi. Enn eitt dæmið um að pressan sé að trufla menn á Anfield. En af hverju að bera þessi ummæli saman? Jú fyrir 23 árum þá klúðraði Newcastle United Englandsmeistaratitlinum eftir að vera langt komið með að vinna titilinn í janúar. Það lítur út fyrir það að Liverpool sé að feta sömu slóð í vetur. Newcastle United var í frábærum málum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1995 til 1996 og náði tíu stiga forskoti á toppnum eftir leikina 23. desember. Liðið varð síðan með tólf stiga forskot frá byrjun janúar fram í febrúar. Manchester United vann hægt og rólega upp forskotið og það munaði aðeins einu stigi eftir 1-0 sigur United á Newcastle í innbyrðisleik liðanna í byrjun mars. Liðin voru síðan jöfn að stigum þegar tveir leikir voru eftir. Newcastle gerði 1-1 jafntefli á lokadeginum og Manchester United tryggði sér titilinn með 3-0 sigri á Middlesbrough. Í framhaldinu leystist Newcastle United liðið upp og Kevin Keegan var hættur með liðið í janúar 1997. Nú er spurning hvort maðurinn hér fyrir neðan sé að fara að upplifa sömu vonbrigði og Kevin Keegan fyrir 23 árum síðan.Jurgen Klopp was NOT happy with his tactics being questioned ?? pic.twitter.com/2yf5Wq2RDE — B/R Football (@brfootball) March 3, 2019 Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Sjá meira
Liverpool liðið er búið að tapa niður tíu stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni á tveimur mánuðum og Manchester City situr nú í toppsæti deildarinnar. Sögufróðir menn muna vel eftir hruni Newcastle United tímabilið 1995-96 og viðtal við Jürgen Klopp eftir markalaust jafntefli á móti Everton í gær hefur kallað á samanburð við viðtal við knattspyrnustjóra Newcastle fyrir 23 árum síðan. Liverpool liðið hefur verið á toppnum í yfir hundrað daga á tímabilinu en datt niður í annað sætið um helgina eftir jafntefli á móti nágrönnum sínum í Everton. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var pirraður á blaðamannafundinum eftir leikinn þegar hann var spurður út í varfærnislegan leik Liverpool-liðsins. Taugaveiklaður og bitlaus sóknarleikur hefur verið algeng sjón fyrir stuðningsmenn Liverpool í mörgum undanförnum leikjum. Klopp hafði engan húmor fyrir einni spurningu. Þegar Klopp fór að snúa út úr spurningu um að taka ekki áhættu þá voru menn fljótir að benda á orð Kevin Keagan frá 1996.Keegan: “Do you think we didn’t take enough risks today? I’ve got two full backs who play as wingers. My centre half used to be a centre forward. My goalkeeper plays centre mid in training. It’s not a game of chess you know’... https://t.co/TUotaAqExi — Martin Hardy (@mhardysport) March 3, 2019„Fannst þér við ekki taka nægilega mikla áhættu í dag? Ég er með tvo bakverði sem spila sem kantmenn. Miðvörðurinn minn var einu sinni framherji. Markmaðurinn minn spilar á miðjunni á æfingum. Þetta er ekki skák,“ sagði Kevin Keegan en Klopp talaði á svipuðum nótum. „Fannst þér við ekki taka nægilega mikla áhættu í dag? Ég er mjög vonsvikinn með slíka spurningu. Heldur þú að þetta sé Playstation? Setja inn auka sóknarmann og allt breytist. Fótboltinn er ekki þanng. Við förum ekki á taugum eins og þú greinilega,“ sagði Jürgen Klopp sem er vanalega þolinmóður á blaðamannafundum og fer sjaldan í leiðindi. Enn eitt dæmið um að pressan sé að trufla menn á Anfield. En af hverju að bera þessi ummæli saman? Jú fyrir 23 árum þá klúðraði Newcastle United Englandsmeistaratitlinum eftir að vera langt komið með að vinna titilinn í janúar. Það lítur út fyrir það að Liverpool sé að feta sömu slóð í vetur. Newcastle United var í frábærum málum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1995 til 1996 og náði tíu stiga forskoti á toppnum eftir leikina 23. desember. Liðið varð síðan með tólf stiga forskot frá byrjun janúar fram í febrúar. Manchester United vann hægt og rólega upp forskotið og það munaði aðeins einu stigi eftir 1-0 sigur United á Newcastle í innbyrðisleik liðanna í byrjun mars. Liðin voru síðan jöfn að stigum þegar tveir leikir voru eftir. Newcastle gerði 1-1 jafntefli á lokadeginum og Manchester United tryggði sér titilinn með 3-0 sigri á Middlesbrough. Í framhaldinu leystist Newcastle United liðið upp og Kevin Keegan var hættur með liðið í janúar 1997. Nú er spurning hvort maðurinn hér fyrir neðan sé að fara að upplifa sömu vonbrigði og Kevin Keegan fyrir 23 árum síðan.Jurgen Klopp was NOT happy with his tactics being questioned ?? pic.twitter.com/2yf5Wq2RDE — B/R Football (@brfootball) March 3, 2019
Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Sjá meira