Bera saman orð Kevin Keegan frá 1996 við orð Jürgen Klopp í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2019 10:30 Kevin Keagan og Jürgen Klopp. Samsett/Getty Liverpool liðið er búið að tapa niður tíu stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni á tveimur mánuðum og Manchester City situr nú í toppsæti deildarinnar. Sögufróðir menn muna vel eftir hruni Newcastle United tímabilið 1995-96 og viðtal við Jürgen Klopp eftir markalaust jafntefli á móti Everton í gær hefur kallað á samanburð við viðtal við knattspyrnustjóra Newcastle fyrir 23 árum síðan. Liverpool liðið hefur verið á toppnum í yfir hundrað daga á tímabilinu en datt niður í annað sætið um helgina eftir jafntefli á móti nágrönnum sínum í Everton. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var pirraður á blaðamannafundinum eftir leikinn þegar hann var spurður út í varfærnislegan leik Liverpool-liðsins. Taugaveiklaður og bitlaus sóknarleikur hefur verið algeng sjón fyrir stuðningsmenn Liverpool í mörgum undanförnum leikjum. Klopp hafði engan húmor fyrir einni spurningu. Þegar Klopp fór að snúa út úr spurningu um að taka ekki áhættu þá voru menn fljótir að benda á orð Kevin Keagan frá 1996.Keegan: “Do you think we didn’t take enough risks today? I’ve got two full backs who play as wingers. My centre half used to be a centre forward. My goalkeeper plays centre mid in training. It’s not a game of chess you know’... https://t.co/TUotaAqExi — Martin Hardy (@mhardysport) March 3, 2019„Fannst þér við ekki taka nægilega mikla áhættu í dag? Ég er með tvo bakverði sem spila sem kantmenn. Miðvörðurinn minn var einu sinni framherji. Markmaðurinn minn spilar á miðjunni á æfingum. Þetta er ekki skák,“ sagði Kevin Keegan en Klopp talaði á svipuðum nótum. „Fannst þér við ekki taka nægilega mikla áhættu í dag? Ég er mjög vonsvikinn með slíka spurningu. Heldur þú að þetta sé Playstation? Setja inn auka sóknarmann og allt breytist. Fótboltinn er ekki þanng. Við förum ekki á taugum eins og þú greinilega,“ sagði Jürgen Klopp sem er vanalega þolinmóður á blaðamannafundum og fer sjaldan í leiðindi. Enn eitt dæmið um að pressan sé að trufla menn á Anfield. En af hverju að bera þessi ummæli saman? Jú fyrir 23 árum þá klúðraði Newcastle United Englandsmeistaratitlinum eftir að vera langt komið með að vinna titilinn í janúar. Það lítur út fyrir það að Liverpool sé að feta sömu slóð í vetur. Newcastle United var í frábærum málum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1995 til 1996 og náði tíu stiga forskoti á toppnum eftir leikina 23. desember. Liðið varð síðan með tólf stiga forskot frá byrjun janúar fram í febrúar. Manchester United vann hægt og rólega upp forskotið og það munaði aðeins einu stigi eftir 1-0 sigur United á Newcastle í innbyrðisleik liðanna í byrjun mars. Liðin voru síðan jöfn að stigum þegar tveir leikir voru eftir. Newcastle gerði 1-1 jafntefli á lokadeginum og Manchester United tryggði sér titilinn með 3-0 sigri á Middlesbrough. Í framhaldinu leystist Newcastle United liðið upp og Kevin Keegan var hættur með liðið í janúar 1997. Nú er spurning hvort maðurinn hér fyrir neðan sé að fara að upplifa sömu vonbrigði og Kevin Keegan fyrir 23 árum síðan.Jurgen Klopp was NOT happy with his tactics being questioned ?? pic.twitter.com/2yf5Wq2RDE — B/R Football (@brfootball) March 3, 2019 Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Liverpool liðið er búið að tapa niður tíu stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni á tveimur mánuðum og Manchester City situr nú í toppsæti deildarinnar. Sögufróðir menn muna vel eftir hruni Newcastle United tímabilið 1995-96 og viðtal við Jürgen Klopp eftir markalaust jafntefli á móti Everton í gær hefur kallað á samanburð við viðtal við knattspyrnustjóra Newcastle fyrir 23 árum síðan. Liverpool liðið hefur verið á toppnum í yfir hundrað daga á tímabilinu en datt niður í annað sætið um helgina eftir jafntefli á móti nágrönnum sínum í Everton. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var pirraður á blaðamannafundinum eftir leikinn þegar hann var spurður út í varfærnislegan leik Liverpool-liðsins. Taugaveiklaður og bitlaus sóknarleikur hefur verið algeng sjón fyrir stuðningsmenn Liverpool í mörgum undanförnum leikjum. Klopp hafði engan húmor fyrir einni spurningu. Þegar Klopp fór að snúa út úr spurningu um að taka ekki áhættu þá voru menn fljótir að benda á orð Kevin Keagan frá 1996.Keegan: “Do you think we didn’t take enough risks today? I’ve got two full backs who play as wingers. My centre half used to be a centre forward. My goalkeeper plays centre mid in training. It’s not a game of chess you know’... https://t.co/TUotaAqExi — Martin Hardy (@mhardysport) March 3, 2019„Fannst þér við ekki taka nægilega mikla áhættu í dag? Ég er með tvo bakverði sem spila sem kantmenn. Miðvörðurinn minn var einu sinni framherji. Markmaðurinn minn spilar á miðjunni á æfingum. Þetta er ekki skák,“ sagði Kevin Keegan en Klopp talaði á svipuðum nótum. „Fannst þér við ekki taka nægilega mikla áhættu í dag? Ég er mjög vonsvikinn með slíka spurningu. Heldur þú að þetta sé Playstation? Setja inn auka sóknarmann og allt breytist. Fótboltinn er ekki þanng. Við förum ekki á taugum eins og þú greinilega,“ sagði Jürgen Klopp sem er vanalega þolinmóður á blaðamannafundum og fer sjaldan í leiðindi. Enn eitt dæmið um að pressan sé að trufla menn á Anfield. En af hverju að bera þessi ummæli saman? Jú fyrir 23 árum þá klúðraði Newcastle United Englandsmeistaratitlinum eftir að vera langt komið með að vinna titilinn í janúar. Það lítur út fyrir það að Liverpool sé að feta sömu slóð í vetur. Newcastle United var í frábærum málum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1995 til 1996 og náði tíu stiga forskoti á toppnum eftir leikina 23. desember. Liðið varð síðan með tólf stiga forskot frá byrjun janúar fram í febrúar. Manchester United vann hægt og rólega upp forskotið og það munaði aðeins einu stigi eftir 1-0 sigur United á Newcastle í innbyrðisleik liðanna í byrjun mars. Liðin voru síðan jöfn að stigum þegar tveir leikir voru eftir. Newcastle gerði 1-1 jafntefli á lokadeginum og Manchester United tryggði sér titilinn með 3-0 sigri á Middlesbrough. Í framhaldinu leystist Newcastle United liðið upp og Kevin Keegan var hættur með liðið í janúar 1997. Nú er spurning hvort maðurinn hér fyrir neðan sé að fara að upplifa sömu vonbrigði og Kevin Keegan fyrir 23 árum síðan.Jurgen Klopp was NOT happy with his tactics being questioned ?? pic.twitter.com/2yf5Wq2RDE — B/R Football (@brfootball) March 3, 2019
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira