Bera saman orð Kevin Keegan frá 1996 við orð Jürgen Klopp í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2019 10:30 Kevin Keagan og Jürgen Klopp. Samsett/Getty Liverpool liðið er búið að tapa niður tíu stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni á tveimur mánuðum og Manchester City situr nú í toppsæti deildarinnar. Sögufróðir menn muna vel eftir hruni Newcastle United tímabilið 1995-96 og viðtal við Jürgen Klopp eftir markalaust jafntefli á móti Everton í gær hefur kallað á samanburð við viðtal við knattspyrnustjóra Newcastle fyrir 23 árum síðan. Liverpool liðið hefur verið á toppnum í yfir hundrað daga á tímabilinu en datt niður í annað sætið um helgina eftir jafntefli á móti nágrönnum sínum í Everton. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var pirraður á blaðamannafundinum eftir leikinn þegar hann var spurður út í varfærnislegan leik Liverpool-liðsins. Taugaveiklaður og bitlaus sóknarleikur hefur verið algeng sjón fyrir stuðningsmenn Liverpool í mörgum undanförnum leikjum. Klopp hafði engan húmor fyrir einni spurningu. Þegar Klopp fór að snúa út úr spurningu um að taka ekki áhættu þá voru menn fljótir að benda á orð Kevin Keagan frá 1996.Keegan: “Do you think we didn’t take enough risks today? I’ve got two full backs who play as wingers. My centre half used to be a centre forward. My goalkeeper plays centre mid in training. It’s not a game of chess you know’... https://t.co/TUotaAqExi — Martin Hardy (@mhardysport) March 3, 2019„Fannst þér við ekki taka nægilega mikla áhættu í dag? Ég er með tvo bakverði sem spila sem kantmenn. Miðvörðurinn minn var einu sinni framherji. Markmaðurinn minn spilar á miðjunni á æfingum. Þetta er ekki skák,“ sagði Kevin Keegan en Klopp talaði á svipuðum nótum. „Fannst þér við ekki taka nægilega mikla áhættu í dag? Ég er mjög vonsvikinn með slíka spurningu. Heldur þú að þetta sé Playstation? Setja inn auka sóknarmann og allt breytist. Fótboltinn er ekki þanng. Við förum ekki á taugum eins og þú greinilega,“ sagði Jürgen Klopp sem er vanalega þolinmóður á blaðamannafundum og fer sjaldan í leiðindi. Enn eitt dæmið um að pressan sé að trufla menn á Anfield. En af hverju að bera þessi ummæli saman? Jú fyrir 23 árum þá klúðraði Newcastle United Englandsmeistaratitlinum eftir að vera langt komið með að vinna titilinn í janúar. Það lítur út fyrir það að Liverpool sé að feta sömu slóð í vetur. Newcastle United var í frábærum málum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1995 til 1996 og náði tíu stiga forskoti á toppnum eftir leikina 23. desember. Liðið varð síðan með tólf stiga forskot frá byrjun janúar fram í febrúar. Manchester United vann hægt og rólega upp forskotið og það munaði aðeins einu stigi eftir 1-0 sigur United á Newcastle í innbyrðisleik liðanna í byrjun mars. Liðin voru síðan jöfn að stigum þegar tveir leikir voru eftir. Newcastle gerði 1-1 jafntefli á lokadeginum og Manchester United tryggði sér titilinn með 3-0 sigri á Middlesbrough. Í framhaldinu leystist Newcastle United liðið upp og Kevin Keegan var hættur með liðið í janúar 1997. Nú er spurning hvort maðurinn hér fyrir neðan sé að fara að upplifa sömu vonbrigði og Kevin Keegan fyrir 23 árum síðan.Jurgen Klopp was NOT happy with his tactics being questioned ?? pic.twitter.com/2yf5Wq2RDE — B/R Football (@brfootball) March 3, 2019 Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Liverpool liðið er búið að tapa niður tíu stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni á tveimur mánuðum og Manchester City situr nú í toppsæti deildarinnar. Sögufróðir menn muna vel eftir hruni Newcastle United tímabilið 1995-96 og viðtal við Jürgen Klopp eftir markalaust jafntefli á móti Everton í gær hefur kallað á samanburð við viðtal við knattspyrnustjóra Newcastle fyrir 23 árum síðan. Liverpool liðið hefur verið á toppnum í yfir hundrað daga á tímabilinu en datt niður í annað sætið um helgina eftir jafntefli á móti nágrönnum sínum í Everton. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var pirraður á blaðamannafundinum eftir leikinn þegar hann var spurður út í varfærnislegan leik Liverpool-liðsins. Taugaveiklaður og bitlaus sóknarleikur hefur verið algeng sjón fyrir stuðningsmenn Liverpool í mörgum undanförnum leikjum. Klopp hafði engan húmor fyrir einni spurningu. Þegar Klopp fór að snúa út úr spurningu um að taka ekki áhættu þá voru menn fljótir að benda á orð Kevin Keagan frá 1996.Keegan: “Do you think we didn’t take enough risks today? I’ve got two full backs who play as wingers. My centre half used to be a centre forward. My goalkeeper plays centre mid in training. It’s not a game of chess you know’... https://t.co/TUotaAqExi — Martin Hardy (@mhardysport) March 3, 2019„Fannst þér við ekki taka nægilega mikla áhættu í dag? Ég er með tvo bakverði sem spila sem kantmenn. Miðvörðurinn minn var einu sinni framherji. Markmaðurinn minn spilar á miðjunni á æfingum. Þetta er ekki skák,“ sagði Kevin Keegan en Klopp talaði á svipuðum nótum. „Fannst þér við ekki taka nægilega mikla áhættu í dag? Ég er mjög vonsvikinn með slíka spurningu. Heldur þú að þetta sé Playstation? Setja inn auka sóknarmann og allt breytist. Fótboltinn er ekki þanng. Við förum ekki á taugum eins og þú greinilega,“ sagði Jürgen Klopp sem er vanalega þolinmóður á blaðamannafundum og fer sjaldan í leiðindi. Enn eitt dæmið um að pressan sé að trufla menn á Anfield. En af hverju að bera þessi ummæli saman? Jú fyrir 23 árum þá klúðraði Newcastle United Englandsmeistaratitlinum eftir að vera langt komið með að vinna titilinn í janúar. Það lítur út fyrir það að Liverpool sé að feta sömu slóð í vetur. Newcastle United var í frábærum málum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1995 til 1996 og náði tíu stiga forskoti á toppnum eftir leikina 23. desember. Liðið varð síðan með tólf stiga forskot frá byrjun janúar fram í febrúar. Manchester United vann hægt og rólega upp forskotið og það munaði aðeins einu stigi eftir 1-0 sigur United á Newcastle í innbyrðisleik liðanna í byrjun mars. Liðin voru síðan jöfn að stigum þegar tveir leikir voru eftir. Newcastle gerði 1-1 jafntefli á lokadeginum og Manchester United tryggði sér titilinn með 3-0 sigri á Middlesbrough. Í framhaldinu leystist Newcastle United liðið upp og Kevin Keegan var hættur með liðið í janúar 1997. Nú er spurning hvort maðurinn hér fyrir neðan sé að fara að upplifa sömu vonbrigði og Kevin Keegan fyrir 23 árum síðan.Jurgen Klopp was NOT happy with his tactics being questioned ?? pic.twitter.com/2yf5Wq2RDE — B/R Football (@brfootball) March 3, 2019
Enski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira