Bera saman orð Kevin Keegan frá 1996 við orð Jürgen Klopp í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2019 10:30 Kevin Keagan og Jürgen Klopp. Samsett/Getty Liverpool liðið er búið að tapa niður tíu stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni á tveimur mánuðum og Manchester City situr nú í toppsæti deildarinnar. Sögufróðir menn muna vel eftir hruni Newcastle United tímabilið 1995-96 og viðtal við Jürgen Klopp eftir markalaust jafntefli á móti Everton í gær hefur kallað á samanburð við viðtal við knattspyrnustjóra Newcastle fyrir 23 árum síðan. Liverpool liðið hefur verið á toppnum í yfir hundrað daga á tímabilinu en datt niður í annað sætið um helgina eftir jafntefli á móti nágrönnum sínum í Everton. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var pirraður á blaðamannafundinum eftir leikinn þegar hann var spurður út í varfærnislegan leik Liverpool-liðsins. Taugaveiklaður og bitlaus sóknarleikur hefur verið algeng sjón fyrir stuðningsmenn Liverpool í mörgum undanförnum leikjum. Klopp hafði engan húmor fyrir einni spurningu. Þegar Klopp fór að snúa út úr spurningu um að taka ekki áhættu þá voru menn fljótir að benda á orð Kevin Keagan frá 1996.Keegan: “Do you think we didn’t take enough risks today? I’ve got two full backs who play as wingers. My centre half used to be a centre forward. My goalkeeper plays centre mid in training. It’s not a game of chess you know’... https://t.co/TUotaAqExi — Martin Hardy (@mhardysport) March 3, 2019„Fannst þér við ekki taka nægilega mikla áhættu í dag? Ég er með tvo bakverði sem spila sem kantmenn. Miðvörðurinn minn var einu sinni framherji. Markmaðurinn minn spilar á miðjunni á æfingum. Þetta er ekki skák,“ sagði Kevin Keegan en Klopp talaði á svipuðum nótum. „Fannst þér við ekki taka nægilega mikla áhættu í dag? Ég er mjög vonsvikinn með slíka spurningu. Heldur þú að þetta sé Playstation? Setja inn auka sóknarmann og allt breytist. Fótboltinn er ekki þanng. Við förum ekki á taugum eins og þú greinilega,“ sagði Jürgen Klopp sem er vanalega þolinmóður á blaðamannafundum og fer sjaldan í leiðindi. Enn eitt dæmið um að pressan sé að trufla menn á Anfield. En af hverju að bera þessi ummæli saman? Jú fyrir 23 árum þá klúðraði Newcastle United Englandsmeistaratitlinum eftir að vera langt komið með að vinna titilinn í janúar. Það lítur út fyrir það að Liverpool sé að feta sömu slóð í vetur. Newcastle United var í frábærum málum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1995 til 1996 og náði tíu stiga forskoti á toppnum eftir leikina 23. desember. Liðið varð síðan með tólf stiga forskot frá byrjun janúar fram í febrúar. Manchester United vann hægt og rólega upp forskotið og það munaði aðeins einu stigi eftir 1-0 sigur United á Newcastle í innbyrðisleik liðanna í byrjun mars. Liðin voru síðan jöfn að stigum þegar tveir leikir voru eftir. Newcastle gerði 1-1 jafntefli á lokadeginum og Manchester United tryggði sér titilinn með 3-0 sigri á Middlesbrough. Í framhaldinu leystist Newcastle United liðið upp og Kevin Keegan var hættur með liðið í janúar 1997. Nú er spurning hvort maðurinn hér fyrir neðan sé að fara að upplifa sömu vonbrigði og Kevin Keegan fyrir 23 árum síðan.Jurgen Klopp was NOT happy with his tactics being questioned ?? pic.twitter.com/2yf5Wq2RDE — B/R Football (@brfootball) March 3, 2019 Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Liverpool liðið er búið að tapa niður tíu stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni á tveimur mánuðum og Manchester City situr nú í toppsæti deildarinnar. Sögufróðir menn muna vel eftir hruni Newcastle United tímabilið 1995-96 og viðtal við Jürgen Klopp eftir markalaust jafntefli á móti Everton í gær hefur kallað á samanburð við viðtal við knattspyrnustjóra Newcastle fyrir 23 árum síðan. Liverpool liðið hefur verið á toppnum í yfir hundrað daga á tímabilinu en datt niður í annað sætið um helgina eftir jafntefli á móti nágrönnum sínum í Everton. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var pirraður á blaðamannafundinum eftir leikinn þegar hann var spurður út í varfærnislegan leik Liverpool-liðsins. Taugaveiklaður og bitlaus sóknarleikur hefur verið algeng sjón fyrir stuðningsmenn Liverpool í mörgum undanförnum leikjum. Klopp hafði engan húmor fyrir einni spurningu. Þegar Klopp fór að snúa út úr spurningu um að taka ekki áhættu þá voru menn fljótir að benda á orð Kevin Keagan frá 1996.Keegan: “Do you think we didn’t take enough risks today? I’ve got two full backs who play as wingers. My centre half used to be a centre forward. My goalkeeper plays centre mid in training. It’s not a game of chess you know’... https://t.co/TUotaAqExi — Martin Hardy (@mhardysport) March 3, 2019„Fannst þér við ekki taka nægilega mikla áhættu í dag? Ég er með tvo bakverði sem spila sem kantmenn. Miðvörðurinn minn var einu sinni framherji. Markmaðurinn minn spilar á miðjunni á æfingum. Þetta er ekki skák,“ sagði Kevin Keegan en Klopp talaði á svipuðum nótum. „Fannst þér við ekki taka nægilega mikla áhættu í dag? Ég er mjög vonsvikinn með slíka spurningu. Heldur þú að þetta sé Playstation? Setja inn auka sóknarmann og allt breytist. Fótboltinn er ekki þanng. Við förum ekki á taugum eins og þú greinilega,“ sagði Jürgen Klopp sem er vanalega þolinmóður á blaðamannafundum og fer sjaldan í leiðindi. Enn eitt dæmið um að pressan sé að trufla menn á Anfield. En af hverju að bera þessi ummæli saman? Jú fyrir 23 árum þá klúðraði Newcastle United Englandsmeistaratitlinum eftir að vera langt komið með að vinna titilinn í janúar. Það lítur út fyrir það að Liverpool sé að feta sömu slóð í vetur. Newcastle United var í frábærum málum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1995 til 1996 og náði tíu stiga forskoti á toppnum eftir leikina 23. desember. Liðið varð síðan með tólf stiga forskot frá byrjun janúar fram í febrúar. Manchester United vann hægt og rólega upp forskotið og það munaði aðeins einu stigi eftir 1-0 sigur United á Newcastle í innbyrðisleik liðanna í byrjun mars. Liðin voru síðan jöfn að stigum þegar tveir leikir voru eftir. Newcastle gerði 1-1 jafntefli á lokadeginum og Manchester United tryggði sér titilinn með 3-0 sigri á Middlesbrough. Í framhaldinu leystist Newcastle United liðið upp og Kevin Keegan var hættur með liðið í janúar 1997. Nú er spurning hvort maðurinn hér fyrir neðan sé að fara að upplifa sömu vonbrigði og Kevin Keegan fyrir 23 árum síðan.Jurgen Klopp was NOT happy with his tactics being questioned ?? pic.twitter.com/2yf5Wq2RDE — B/R Football (@brfootball) March 3, 2019
Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira