Allir miðjumenn Liverpool eftirbátar Jorginho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2019 14:00 James Milner, Jordan Henderson og Georginio Wijnaldum. Getty/John Powell Eftir þriðja markalausa jafnteflið á stuttum tíma hefur komið upp umræða í enskum fjölmiðlum um bitleysi sóknarleiks Liverpool. Liðið vantar að því virðist meiri skapandi leikmann inn á miðjuna. Andstæðingum Liverpool hefur tekist að loka vel svæðinu sem Mohamed Salah fær til að vinna með á hægri kantinum og fyrir vikið hefur Egyptinn aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum. Fjórir af þessum sex leikjum hafa endað með jafntefli og Liverpool liðið hefur aðeins skorað samtals tvö mörk í þessum fjórum jafnteflum frá og með 30. janúar. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, segir félagið enn ekki hafa fyllt í skarðið hans Philippe Coutinho sem félagið seldi til Barcelona fyrir rúmu ári síðan. Það má heyra skoðun hans hér fyrir neðan."They lost Coutinho and they never replaced him." Jamie Carragher on whether Liverpool have a problem. Do you agree? pic.twitter.com/z7W6ayHoyP — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 3, 2019Tölfræðin segir líka sína sögu um skort á skapandi leikmönnum inn á miðju Liverpool liðsins. Squawka Football benti á það að allir miðjumenn Liverpool eru þannig eftirbátar Jorginho hjá Chelsea þegar kemur að því að búa til færi fyrir félaga sína. Jorginho hefur þegar skapað tuttugu marktækifæri fyrir félaga sína í Chelsea en Georginio Wijnaldum og James Milner eru hæstir miðjumanna Liverpool með fimmtán sköpuð færi.Chances created from open play by Liverpool’s centre-midfielders in the Premier League this season: Georginio Wijnaldum (15) James Milner (15) Fabinho (13) Jordan Henderson (8) Naby Keïta (5) Jorginho has 20... pic.twitter.com/4lNVPfYVJr — Squawka Football (@Squawka) March 3, 2019Hluti skýringarinnar er þó að báðir bakverðir Liverpool liðsins, þeir Trent Alexander-Arnold og Andrew Robertson, taka báðir mikinn þátt í sóknarleiknum og hafa báðir lagt upp mörg færi á tímabilinu. Sóknarlínan er líka að búa til færi fyrir hvern annan. Staðreyndin er hins vegar sú að Liverpool liðið hefur tapað átta stigum í síðustu sex leikjum sínum eftir að hafa aðeins tapað 9 stigum samanlagt í fyrstu 23 leikjunum. Liðið hefur líka gefið talsvert eftir í markaskorun. Það eru eflaust margar ástæður en lítil sköpun af miðju liðsins stingur vissulega í augun. Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Eftir þriðja markalausa jafnteflið á stuttum tíma hefur komið upp umræða í enskum fjölmiðlum um bitleysi sóknarleiks Liverpool. Liðið vantar að því virðist meiri skapandi leikmann inn á miðjuna. Andstæðingum Liverpool hefur tekist að loka vel svæðinu sem Mohamed Salah fær til að vinna með á hægri kantinum og fyrir vikið hefur Egyptinn aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum. Fjórir af þessum sex leikjum hafa endað með jafntefli og Liverpool liðið hefur aðeins skorað samtals tvö mörk í þessum fjórum jafnteflum frá og með 30. janúar. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool, segir félagið enn ekki hafa fyllt í skarðið hans Philippe Coutinho sem félagið seldi til Barcelona fyrir rúmu ári síðan. Það má heyra skoðun hans hér fyrir neðan."They lost Coutinho and they never replaced him." Jamie Carragher on whether Liverpool have a problem. Do you agree? pic.twitter.com/z7W6ayHoyP — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 3, 2019Tölfræðin segir líka sína sögu um skort á skapandi leikmönnum inn á miðju Liverpool liðsins. Squawka Football benti á það að allir miðjumenn Liverpool eru þannig eftirbátar Jorginho hjá Chelsea þegar kemur að því að búa til færi fyrir félaga sína. Jorginho hefur þegar skapað tuttugu marktækifæri fyrir félaga sína í Chelsea en Georginio Wijnaldum og James Milner eru hæstir miðjumanna Liverpool með fimmtán sköpuð færi.Chances created from open play by Liverpool’s centre-midfielders in the Premier League this season: Georginio Wijnaldum (15) James Milner (15) Fabinho (13) Jordan Henderson (8) Naby Keïta (5) Jorginho has 20... pic.twitter.com/4lNVPfYVJr — Squawka Football (@Squawka) March 3, 2019Hluti skýringarinnar er þó að báðir bakverðir Liverpool liðsins, þeir Trent Alexander-Arnold og Andrew Robertson, taka báðir mikinn þátt í sóknarleiknum og hafa báðir lagt upp mörg færi á tímabilinu. Sóknarlínan er líka að búa til færi fyrir hvern annan. Staðreyndin er hins vegar sú að Liverpool liðið hefur tapað átta stigum í síðustu sex leikjum sínum eftir að hafa aðeins tapað 9 stigum samanlagt í fyrstu 23 leikjunum. Liðið hefur líka gefið talsvert eftir í markaskorun. Það eru eflaust margar ástæður en lítil sköpun af miðju liðsins stingur vissulega í augun.
Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira