Deilur innan Repúblikanaflokksins um neyðarástand Trump Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2019 11:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Líklegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings muni fordæma yfirlýsingu Donald Trump, forseta bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þrátt fyrir að Repúblikanaflokkurinn sé með meirihluta í öldungadeildinni. Starfsmenn Hvíta hússins hafa hringt ítrekað í þingmenn á undanförnum dögum og þrýst á þá sem hafa ekki lýst yfir stuðningi við Trump. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum í síðasta mánuði eftir að þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni komust að samkomulagi um að fjárveitingar til öryggismála á landamærunum. Það gerði forsetinn til að fá aðgang að neyðarsjóðum bandaríska hersins til að byggja múr og girðingar á landamærunum þar sem hann var ekki sáttur við hve litlu fé átti að veita til byggingar múrs í fjárlögum. Við eðlilegar kringumstæður væru neyðarsjóðir hersins notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Öldungadeildarþingmenn Repúlbikanaflokksins hafa farið fram á upplýsingar um hvaða byggingarverkefnum hersins bygging múrs myndi koma niður á. Varnarmálaráðuneytið hefur þó ekki veitt slíkar upplýsingar, samkvæmt Washington Post. Einhverjir þingmenn segjast vissir um að þær upplýsingar séu ekki til.Vísa hver á annan Þingmaðurinn John Boozman segir herinn hafa sagt að verið sé að bíða eftir upplýsingum frá Heimavarnaráðuneytinu og þær séu nauðsynlegar svo hægt sé að ákveða hvaðan peningarnir eiga að koma. Kirstjen Nielsen, heimavarnaráðherra, vísaði þó í vikunni til Varnarmálaráðuneytisins þegar þingmenn kröfðust svara frá henni. Margir þingmenn Repúblikanaflokksins eru ósáttir við neyðarástandsyfirlýsingu Trump. Þeir segja hana skapa slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerða varðandi umhverfisvernd og byssueign. Þá segja einhverjir að hann sé að stíga út fyrir valdsvið sitt en fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem stjórnað er af Demókrataflokknum, hefur í raun vald yfir buddu Bandaríkjanna. Politico segir líklegt að um tíu þingmenn Repúblikanaflokksins séu mótfallnir ætlunum Trump og muni mögulega greiða atkvæði með tillögunni um að fordæma yfirlýsingu forsetans þegar kosið verður um hana, líklega í næstu viku. Þú þyrfti Trump að beita neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn og fella tillöguna.Einn þingmaður Repúblikaflokksins, Mike Lee, ætlar sér að leggja fram lagafrumvarp sem myndi í raun gera forsetum Bandaríkjanna ómögulegt að lýsa yfir neyðarástandi án þess að báðar deildir þingsins samþykki slíkar yfirlýsingar. Ron Johnson, þingmaður Repúblikanaflokksins, ræddi við fjölmiðla í gær. Þá sagðist hann hafa miklar áhyggjur af yfirlýsingu Trump og að hann væri að fara lengra með viðkomandi lög en áður hefði verið gert. Hann ætlaði hins vegar að styðja Trump. „Forsetinn tekur þessu mjög persónulega. Í hans huga ertu annað hvort að styðja hann, eða styðja Nancy Pelosi.“ Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Líklegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings muni fordæma yfirlýsingu Donald Trump, forseta bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þrátt fyrir að Repúblikanaflokkurinn sé með meirihluta í öldungadeildinni. Starfsmenn Hvíta hússins hafa hringt ítrekað í þingmenn á undanförnum dögum og þrýst á þá sem hafa ekki lýst yfir stuðningi við Trump. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum í síðasta mánuði eftir að þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni komust að samkomulagi um að fjárveitingar til öryggismála á landamærunum. Það gerði forsetinn til að fá aðgang að neyðarsjóðum bandaríska hersins til að byggja múr og girðingar á landamærunum þar sem hann var ekki sáttur við hve litlu fé átti að veita til byggingar múrs í fjárlögum. Við eðlilegar kringumstæður væru neyðarsjóðir hersins notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Öldungadeildarþingmenn Repúlbikanaflokksins hafa farið fram á upplýsingar um hvaða byggingarverkefnum hersins bygging múrs myndi koma niður á. Varnarmálaráðuneytið hefur þó ekki veitt slíkar upplýsingar, samkvæmt Washington Post. Einhverjir þingmenn segjast vissir um að þær upplýsingar séu ekki til.Vísa hver á annan Þingmaðurinn John Boozman segir herinn hafa sagt að verið sé að bíða eftir upplýsingum frá Heimavarnaráðuneytinu og þær séu nauðsynlegar svo hægt sé að ákveða hvaðan peningarnir eiga að koma. Kirstjen Nielsen, heimavarnaráðherra, vísaði þó í vikunni til Varnarmálaráðuneytisins þegar þingmenn kröfðust svara frá henni. Margir þingmenn Repúblikanaflokksins eru ósáttir við neyðarástandsyfirlýsingu Trump. Þeir segja hana skapa slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerða varðandi umhverfisvernd og byssueign. Þá segja einhverjir að hann sé að stíga út fyrir valdsvið sitt en fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem stjórnað er af Demókrataflokknum, hefur í raun vald yfir buddu Bandaríkjanna. Politico segir líklegt að um tíu þingmenn Repúblikanaflokksins séu mótfallnir ætlunum Trump og muni mögulega greiða atkvæði með tillögunni um að fordæma yfirlýsingu forsetans þegar kosið verður um hana, líklega í næstu viku. Þú þyrfti Trump að beita neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn og fella tillöguna.Einn þingmaður Repúblikaflokksins, Mike Lee, ætlar sér að leggja fram lagafrumvarp sem myndi í raun gera forsetum Bandaríkjanna ómögulegt að lýsa yfir neyðarástandi án þess að báðar deildir þingsins samþykki slíkar yfirlýsingar. Ron Johnson, þingmaður Repúblikanaflokksins, ræddi við fjölmiðla í gær. Þá sagðist hann hafa miklar áhyggjur af yfirlýsingu Trump og að hann væri að fara lengra með viðkomandi lög en áður hefði verið gert. Hann ætlaði hins vegar að styðja Trump. „Forsetinn tekur þessu mjög persónulega. Í hans huga ertu annað hvort að styðja hann, eða styðja Nancy Pelosi.“
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira