Sterling með þrennu er City náði fjögurra stiga forskoti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sterling var maður dagsins hjá Manchester City.
Sterling var maður dagsins hjá Manchester City. vísir/getty
Raheem Sterling skoraði öll mörk Manchester City í 3-1 sigri á Watford í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fimmti deildarsigur City í röð.

City er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar. Liverpool getur minnkað forskotið í eitt stig með sigri á Burnley á morgun.

Staðan í hálfleik á Etihad var markalaus en City-menn, og þá aðallega Sterling, hrukku í gang í seinni hálfleik.

Sterling kom City yfir á 46. mínútu og fjórum mínútum síðar bætti hann öðru marki við. Hans þriðja kom svo á 59. mínútu. Sterling er kominn með 15 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Varamaðurinn Gerard Deulofeu minnkaði muninn í 3-1 á 66. mínútu með sinni fyrstu snertingu en nær komust gestirnir ekki. Watford er í 8. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Mikilvægur sigur Cardiff

Cardiff City er enn á lífi í ensku úrvalsdeildinni eftir góðan sigur á West Ham í dag.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira