Vandræði Tottenham í deildinni halda áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Yann Valery fagnar sínu marki.
Yann Valery fagnar sínu marki. vísir/getty
Vandræði Tottenham halda áfram í ensku úrvalsdeildinni en í dag tapaði liðið fyrir Southampton á útivelli 2-1 eftir að hafa komist í 1-0 forystu.

Harry Kane kom Tottenham yfir á 26. mínútu og þannig var staðan í hálfleik en stundarfjórðungi fyrir leikslok jafnaði Yann Valery metin. Yann var einnig á skotskónum gegn United á dögunum.

Sigurmarkið kom svo níu mínútum fyrir leikslok en það gerði James Ward Prowse beint úr aukaspyrnu. Lokatölur 2-1 og Ralph Hasenhuttl heldur áfram að gera flotta hluti með Southampton.







Tottenham er nú í þriðja sætinu með 61 stig og eru þremur stigum á undan Manchester United sem getur komist upp að hlið Tottenham með sigri gegn Arsenal á morgun.

Southampton er hins vegar komið með 30 stig og er nú tveimur stigum á undan Cardiff sem er í átjánda sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira