Glæsimark Knockaert tryggði Brighton mikilvægan sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Knockaert fagnar af krafti í dag.
Knockaert fagnar af krafti í dag. vísir/getty
Brighton héldur áfram að fjarlægast falldrauginn eftir að liðið vann 2-1 sigur á Crystal Palace í fyrsta leik dagsins í enska boltanum.

Hinn ólseigi Glenn Murray kom Brighton yfir á nítjándu mínútu eftir að miðvörðurinn Lewis Dunk hafði komið boltanum til framherjans knáa. Staðan 1-0 í leikhlé.

Palace fékk enn eina vítaspyrnuna á leiktíðinni og á punktinn steig hinn öryggi Luka Milivojevic kom boltanum í netið á fimmtu mínútu síðari hálfleiks.







Sigurmarkið kom svo stundarfjórðungi fyrir leikslok en þá skoraði Anthony Knockaert stórkostlegt mark. Mikilvægur sigur Brighton en þetta var annar sigur liðsins í röð.

Brighton er nú komið upp að hlið Crystal Palace í þrettánda til fjórtánda sæti deildarinnar en bæði lið eru með 33 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira