Enski boltinn

Mikilvægur sigur Cardiff

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar fagnar með markaskoraranum Victor Camarasa.
Aron Einar fagnar með markaskoraranum Victor Camarasa. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff City sem vann 2-0 sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsti sigur Cardiff í fjórum leikjum.

Junior Hoilett kom Cardiff yfir strax á 4. mínútu eftir sendingu frá Josh Murphy. Á 52. mínútu bætti Victor Camarasa öðru marki við og lokatölur 2-0, Cardiff í vil.

Þrátt fyrir sigurinn er Cardiff enn í fallsæti, tveimur stigum frá öruggu sæti. West Ham er í 9. sæti deildarinnar.

Leicester City vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Brendan Rodgers þegar liðið bar sigurorð af Fulham, 3-1, á heimavelli. Jamie Vardy skoraði tvö mörk fyrir Leicester og Youri Tielemans eitt. Floyd Ayité skoraði mark Fulham sem er í vondum málum í 19. og næstneðsta sæti deildarinnar.

Eftir brösugt gengi að undanförnu vann Bournemouth langþráðan sigur þegar liðið sótti Huddersfield Town heim. Lokatölur 0-2, Bournemouth í vil.

Callum Wilson og Ryan Fraser skoruðu mörk Bournemouth sem er í 12. sæti deildarinnar. Huddersfield er enn á botninum og er svo gott sem fallið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×