Everton kastaði frá sér tveggja marka forystu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Newcastle fagnar sigurmarkinu.
Newcastle fagnar sigurmarkinu. vísir/getty
Gylfi Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton sem kastaði frá sér tveggja marka forystu gegn Newcastle er liðin mættust á St James' Park í dag.

Það byrjaði vel fyrir Everton því á átjándu mínútu skoraði Dominic Calvert-Lewin eftir fyrirgjöf Lucas Digne. Fjórtán mínútum síðar var staðan orðinn 2-0 er Brasilíumaðurninn Richarlison skoraði.

Leikurinn snérist hins vegar algjörlega í síðari hálfleik. Salomon Random minnkaði muninn á 65. mínútu með sínu sjöunda marki á tímabilinu og spenna komin í leikinn.

Níu mínútum fyrir leikslok jafnaði Ayoze Perez metin og þremur mínútum síðar var Perez aftur á ferðinni er hann skoraði sigurmarkið eftir sendingu Rondon. Rosalegt klúður hjá þeim bláklæddu frá Bítlaborginni.







Eftir sigurinn er Newcastle komið upp í þrettánda sæti deildarinnar með 34 stig og eru komnir langt frá falldraugnum. Everton er í ellefta sæti deildarinnar með 37 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira