Íslenski boltinn

Jón Rúnar hættir og Valdimar tekur við

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Rúnar á sínum uppáhaldsstað, Kaplakrikavelli.
Jón Rúnar á sínum uppáhaldsstað, Kaplakrikavelli. vísir/stefán
Jón Rúnar Halldórsson mun hætta sem formaður knattspyrnudeildar FH í kvöld og þegar er ljóst hver arftaki hans verður.

Það staðfestir Viðar Halldórsson, formaður FH, við fótbolti.net í dag.

Nýr formaður knattspyrnudeildar verður Valdimar Svavarsson en hann er eini frambjóðandinn til formanns hjá Fimleikafélaginu. Valdimar er hagfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.

Jón Rúnar hefur verið formaður knattspyrnudeildar frá árinu 2005 en hann tók við af Guðmundi Árna Stefánssyni. Með Jón í stafni hefur FH hefur verið ákaflega sigursælt og ljóst að margir munu sakna þessa litríka karakters.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×