Íslenski boltinn

HK náði í fyrsta stigið í Lengjubikarnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
HK-ingar fagna síðasta sumar
HK-ingar fagna síðasta sumar vísir/

Alexander Aron Davorsson tryggði Aftureldingu jafntefli gegn HK í Lengjubikar karla í kvöld með marki á lokamínútum leiksins.

Liðin mættust í Kórnum og var markalaust að loknum fyrri hálfleik.

Á 50. mínútu kom Bjarni Gunnarsson heimamönnum í HK yfir og það stefndi allt í sigur Kópavogsmanna þar til á 89. mínútu. Þá náði Alexander Aron að jafna fyrir Mosfellinga og skildu liðin að lokum jöfn 1-1.

Afturelding fer því á topp riðils 3 með 4 stig en HK náði í sitt fyrsta stig í keppninni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.