„Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2019 08:54 Þúsundir manna hafa flúið frá síðasta yfirráðasvæði ISIS í Sýrlandi. AP/Felipe Dana Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. Hún hafði fjórum sinnum áður reynt að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða í Sýrlandi. Eftir tæp fimm ár í þrældómi tókst henni og ungum syni hennar loks að flýja en þó með hjálp ráðþrota ISIS-liða. Faryal, sem tilheyrir minnihlutahópi Jasída, sagði blaðamanni Washington Post frá hrakningum sínum og hvernig hún hefði verið í eigu sex mismunandi vígamanna Íslamska ríkisins. Hún lýsir þeim sem „skrímslum“ sem hafi komið fram við hana og son hennar Hoshyar eins og dýr.Vígamenn Íslamska ríkisins réðst gegn Jasídum um sumarið 2014. Þeir rændu þúsundum kvenna og barna og tóku fjölda manna og drengja af lífi. Konur og börn voru hneppt í kynlífsþrælkun en Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint árásir ISIS-liða á Jasída sem þjóðarmorð.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrmingFaryal bjó ásamt eiginmanni sínum og Hoshyal, sem þá var ungabarn, í þorpinu Tel Banat nærri Sinjarfjalli í Írak þegar vígamenn ISIS bar að garði. Þau höfðu heyrt orðróm um að þeir væru á svæðinu en hún segir íbúa ekki hafa áttað sig á hættunni. Þegar hún og fjölskylda hennar ákváðu að flýja komust þau þó ekki langt. Skömmu seinna voru Faryal og sonur hennar á einum af fjölmörgum þrælamörkuðum ISIS. Ódæði ISIS-liða gegn Jasídum spilaði stóra rullu í þeirri ákvörðun Bandaríkjanna og annarra ríkja að hefja loftárásir gegn Íslamska ríkinu og svo seinna meir frekari hernaðaraðgerðir gegn hryðjuverkasamtökunum. Nú hefur kalífadæmi ISIS að mestu verið sigrað.Notuðu hana sem skjöld Flótti Faryal byrjaði á því að vígamaður ISIS frá Úsbekistan og aðrir hafi ákveðið að nota hana til að reyna að flýja. Hann, fjölskylda hans og fleiri vígamenn fóru frá Baghouz, síðasta vígi ISIS-liða í Sýrlandi, og tóku Faryal með sér. Tveimur dögum seinna, þegar sýrlenskir Kúrdar umkringdu þau, sagði vígamaðurinn frá Úsbekistan að hann hefði flúið til að bjarga Faryal og bað um miskunn. Kúrdarnir trúðu honum þó ekki og handsömuðu hann og hina vígamennina. Faryal og Hoshyar trúðu því ekki að þau væru sloppin fyrr en þremur dögum seinna. Þau óttuðust áfram að vera elt uppi af ISIS-liðum. Á undanförnum árum hefur þúsundum Jasída tekist að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða. Margar þeirra sem hnepptar voru í þrældóm frömdu þó sjálfsvíg á fyrstu mánuðum þrælahaldsins og aðrar skáru sig svo ISIS-liðar myndu ekki vilja nauðga þeim. Faryal reyndi fjórum sinnum að flýja með Hoshyar en var ávallt gómuð áður en það tókst. Við hverja tilraun sætti hún strangari refsingu og hún var sannfærð um að hún og Hoshyar yrðu myrt ef hún myndi reyna í fimmta sinn. Þau hafa bæði þurft að sæta ýmiskonar misnotkun og segir hún vígamennina hafa misþyrmt Hoshyar ítrekað. Hann hafi verið barinn illa og jafnvel brenndur af vígamönnum „Hann var svo smár en einhverra hluta vegna hötuðu þeir hann. Ég gat aldrei útskýrt fyrir honum af hverju það væri,“ segir Faryal. Þrátt fyrir það að vera laus úr haldi óttast hún enn að enda aftur sem fangi vígamanna. „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá,“ segir hún. Írak Sýrland Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Hinni tuttugu ára gömlu Faryal tókst nýverið að flýja úr langvarandi þrældómi innan kalífadæmis Íslamska ríkisins. Hún hafði fjórum sinnum áður reynt að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða í Sýrlandi. Eftir tæp fimm ár í þrældómi tókst henni og ungum syni hennar loks að flýja en þó með hjálp ráðþrota ISIS-liða. Faryal, sem tilheyrir minnihlutahópi Jasída, sagði blaðamanni Washington Post frá hrakningum sínum og hvernig hún hefði verið í eigu sex mismunandi vígamanna Íslamska ríkisins. Hún lýsir þeim sem „skrímslum“ sem hafi komið fram við hana og son hennar Hoshyar eins og dýr.Vígamenn Íslamska ríkisins réðst gegn Jasídum um sumarið 2014. Þeir rændu þúsundum kvenna og barna og tóku fjölda manna og drengja af lífi. Konur og börn voru hneppt í kynlífsþrælkun en Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint árásir ISIS-liða á Jasída sem þjóðarmorð.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrmingFaryal bjó ásamt eiginmanni sínum og Hoshyal, sem þá var ungabarn, í þorpinu Tel Banat nærri Sinjarfjalli í Írak þegar vígamenn ISIS bar að garði. Þau höfðu heyrt orðróm um að þeir væru á svæðinu en hún segir íbúa ekki hafa áttað sig á hættunni. Þegar hún og fjölskylda hennar ákváðu að flýja komust þau þó ekki langt. Skömmu seinna voru Faryal og sonur hennar á einum af fjölmörgum þrælamörkuðum ISIS. Ódæði ISIS-liða gegn Jasídum spilaði stóra rullu í þeirri ákvörðun Bandaríkjanna og annarra ríkja að hefja loftárásir gegn Íslamska ríkinu og svo seinna meir frekari hernaðaraðgerðir gegn hryðjuverkasamtökunum. Nú hefur kalífadæmi ISIS að mestu verið sigrað.Notuðu hana sem skjöld Flótti Faryal byrjaði á því að vígamaður ISIS frá Úsbekistan og aðrir hafi ákveðið að nota hana til að reyna að flýja. Hann, fjölskylda hans og fleiri vígamenn fóru frá Baghouz, síðasta vígi ISIS-liða í Sýrlandi, og tóku Faryal með sér. Tveimur dögum seinna, þegar sýrlenskir Kúrdar umkringdu þau, sagði vígamaðurinn frá Úsbekistan að hann hefði flúið til að bjarga Faryal og bað um miskunn. Kúrdarnir trúðu honum þó ekki og handsömuðu hann og hina vígamennina. Faryal og Hoshyar trúðu því ekki að þau væru sloppin fyrr en þremur dögum seinna. Þau óttuðust áfram að vera elt uppi af ISIS-liðum. Á undanförnum árum hefur þúsundum Jasída tekist að flýja úr þrælahaldi ISIS-liða. Margar þeirra sem hnepptar voru í þrældóm frömdu þó sjálfsvíg á fyrstu mánuðum þrælahaldsins og aðrar skáru sig svo ISIS-liðar myndu ekki vilja nauðga þeim. Faryal reyndi fjórum sinnum að flýja með Hoshyar en var ávallt gómuð áður en það tókst. Við hverja tilraun sætti hún strangari refsingu og hún var sannfærð um að hún og Hoshyar yrðu myrt ef hún myndi reyna í fimmta sinn. Þau hafa bæði þurft að sæta ýmiskonar misnotkun og segir hún vígamennina hafa misþyrmt Hoshyar ítrekað. Hann hafi verið barinn illa og jafnvel brenndur af vígamönnum „Hann var svo smár en einhverra hluta vegna hötuðu þeir hann. Ég gat aldrei útskýrt fyrir honum af hverju það væri,“ segir Faryal. Þrátt fyrir það að vera laus úr haldi óttast hún enn að enda aftur sem fangi vígamanna. „Svo lengi sem ég lifi mun ég óttast þá,“ segir hún.
Írak Sýrland Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira