Pakistanar heita því að bregðast við árásum Indverja Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2019 15:49 Íbúar yfirgefa heimagert sprengjuskýli í Chakoti nærri landamærum Pakistan og Indlands í Kasmír. AP/Abdul Razaq Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. Um er að ræða fyrstu árásirnar sem gerðar hafa verið yfir landamæri ríkjanna í Kasmír frá því Indland og Pakistan voru í stríði 1971. Yfirvöld Pakistan segja sprengjurnar hafa lent á óbyggðu svæði en heita því að bregðast við árásinni. Mikil spenna er nú á milli ríkjanna. Ríkisstjórn Indlands segir Pakistana leyfa hryðjuverkasamtökum eins og Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, að starfa innan landamæra Pakistan. Indverjar segja einnig að öryggissveitir Pakistan hafi komið að árásinni með einhverjum hætti.BBC hefur eftir Vijay Gokhale, utanríkisráðherra Indlands, að fjöldi vígamanna hafi fallið í árásinni og enginn almennur borgari hafi látið lífið. Þá sagði hann að upplýsingar hefðu borist um að JeM-liðar væru að skipuleggja frekari árásir í Indlandi. Því hefði verið nauðsynlegt að ráðast gegn þeim.Forsvarsmenn herafla Pakistan segja hins vegar að enginn hafi fallið í árásunum. Herþotur hafi verið sendar gegn herþotum Indlands og flugmenn þeirra hafi þurft að losa sig við sprengjurnar til að komast á brott. Í kjölfar loftárásanna segja Indverjar að pakistanskir hermenn hafi varpað sprengjum yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, kallaði öryggisráð landsins saman og fordæmdi árásir Indverja. Hann segir Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hafa fyrirskipað árásirnar til að auka vinsældir sínar í aðdraganda kosninga í maí. Vitni sem BBC ræddi við segjast hafa vaknað við háværar sprengingar klukkan 3:00 í nótt, að staðartíma. Einn bóndi sem rætt var við segir fjögur eða fimm hús hafa orðið fyrir skemmdum í árásunum.AP fréttaveitan segir her Pakistan hafa lokað svæðið af og engum sé hleypt nærri staðnum þar sem sprengjurnar féllu. Því hefur ekki verið hægt að sannreyna hvor aðilinn sé að segja rétt frá, ef einhver er að því.Hér má sjá stutt myndband frá Economist þar sem deilan um Kasmír er útskýrð. Indland Pakistan Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Indverjar hafa gert loftárásir gegn hryðjuverkasamtökum sem lýst hefur yfir ábyrgð á sjálfsmorðsárás þar sem 40 indverskir hermenn féllu fyrr í þessum mánuði. Um er að ræða fyrstu árásirnar sem gerðar hafa verið yfir landamæri ríkjanna í Kasmír frá því Indland og Pakistan voru í stríði 1971. Yfirvöld Pakistan segja sprengjurnar hafa lent á óbyggðu svæði en heita því að bregðast við árásinni. Mikil spenna er nú á milli ríkjanna. Ríkisstjórn Indlands segir Pakistana leyfa hryðjuverkasamtökum eins og Jaish-e-Mohammad, JeM, sem hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, að starfa innan landamæra Pakistan. Indverjar segja einnig að öryggissveitir Pakistan hafi komið að árásinni með einhverjum hætti.BBC hefur eftir Vijay Gokhale, utanríkisráðherra Indlands, að fjöldi vígamanna hafi fallið í árásinni og enginn almennur borgari hafi látið lífið. Þá sagði hann að upplýsingar hefðu borist um að JeM-liðar væru að skipuleggja frekari árásir í Indlandi. Því hefði verið nauðsynlegt að ráðast gegn þeim.Forsvarsmenn herafla Pakistan segja hins vegar að enginn hafi fallið í árásunum. Herþotur hafi verið sendar gegn herþotum Indlands og flugmenn þeirra hafi þurft að losa sig við sprengjurnar til að komast á brott. Í kjölfar loftárásanna segja Indverjar að pakistanskir hermenn hafi varpað sprengjum yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistan, kallaði öryggisráð landsins saman og fordæmdi árásir Indverja. Hann segir Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hafa fyrirskipað árásirnar til að auka vinsældir sínar í aðdraganda kosninga í maí. Vitni sem BBC ræddi við segjast hafa vaknað við háværar sprengingar klukkan 3:00 í nótt, að staðartíma. Einn bóndi sem rætt var við segir fjögur eða fimm hús hafa orðið fyrir skemmdum í árásunum.AP fréttaveitan segir her Pakistan hafa lokað svæðið af og engum sé hleypt nærri staðnum þar sem sprengjurnar féllu. Því hefur ekki verið hægt að sannreyna hvor aðilinn sé að segja rétt frá, ef einhver er að því.Hér má sjá stutt myndband frá Economist þar sem deilan um Kasmír er útskýrð.
Indland Pakistan Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira