Enski boltinn

Sögulegt mark Gylfa í Wales

Anton Inig Leifsson skrifar
Gylfi fagnar markinu.
Gylfi fagnar markinu. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson skráði sig í sögubækurnar með marki sínu gegn Cardiff í kvöld en með markinu varð hann markahæsti Íslendingur í sögu úrvalsdeildarinnar.

Þetta varð 56. mark Gylfa í úrvalsdeildinni en með markinu tók hann fram úr Eiði Smára Guðjohnsen sem skoraði 55 mörk á tíma sínum hjá Chelsea.







Mörkin 56 hefur Gylfi skorað með Tottenham, Swansea og nú Everton en einnig hefur hann leikið í Þýskalandi með Hoffenheim.

Gylfi er einnig fimmti leikmaðurinn í sögunni sem skorar bæði á heimavelli í Wales og útivelli en hann spilaði eins og kunnugt er með Swansea áður en hann gekk í raðir Everton.

Hinir fjórir eru Wilfried Bony, Fernando Llorente, Danny Graham og Andre Ayew.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×