Enski boltinn

Sögulegt mark Gylfa í Wales

Anton Inig Leifsson skrifar
Gylfi fagnar markinu.
Gylfi fagnar markinu. vísir/getty

Gylfi Þór Sigurðsson skráði sig í sögubækurnar með marki sínu gegn Cardiff í kvöld en með markinu varð hann markahæsti Íslendingur í sögu úrvalsdeildarinnar.

Þetta varð 56. mark Gylfa í úrvalsdeildinni en með markinu tók hann fram úr Eiði Smára Guðjohnsen sem skoraði 55 mörk á tíma sínum hjá Chelsea.

Mörkin 56 hefur Gylfi skorað með Tottenham, Swansea og nú Everton en einnig hefur hann leikið í Þýskalandi með Hoffenheim.

Gylfi er einnig fimmti leikmaðurinn í sögunni sem skorar bæði á heimavelli í Wales og útivelli en hann spilaði eins og kunnugt er með Swansea áður en hann gekk í raðir Everton.

Hinir fjórir eru Wilfried Bony, Fernando Llorente, Danny Graham og Andre Ayew.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.