Klopp kom á óvart með því hvernig hann notaði Mane og Origi í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 09:00 Sadio Mane og Divock Origi fagna marki á Anfield í gærkvöldi. Getty/Simon Stacpoole Liverpool var án Roberto Firmino á móti Watford í gær og þurfti alltaf að gera breytingar á sóknarlínu sinni. Ekki bara vegna þess heldur eftir tvo markalausa leiki í röð þar sem liðið var ekki sjálfu sér líkt. Liverpool liðið hafi gert þrjú jafntefli í síðustu fjórum deildarleikjum og mátti alls ekki við fleiri „slysum“ ´ætlaði liðið sér Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í 29 ár. Sóknarleikur liðsins hefur verið gagnrýndur enda ekki sama flæði og ógn í honum eftir áramót og fyrri hluta tímabilsins þegar sóknarmenn Liverpool fór á kostum. Það var ekki til að auka á bjartsýnina þegar Roberto Firmino datt út vegna meiðsla enda Brasilíumaðurinn lykilmaður í að brjóta upp varnir mótherjanna með sniðugum og útsjónarsömum sendingum. En hver átti að koma inn í staðinn fyrir Roberto Firmino. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði á Divock Origi en ekki á menn eins og Daniel Sturridge og Xherdan Shaqiri til að fylla í skarð Firmino.Sky Sports: Mane central to Liverpool's chances? https://t.co/ceYnk7nt6Y#LFC — Kop That LFC (@kop_that) February 28, 2019Klopp kom ekki aðeins á óvart þar heldur einnig hvar hann lét Divock Origi spila á vellinum. Flestir hefðu veðjað að hann kæmi bara inn í hlutverk fremsta manns en í staðinn var hann út á vinstri væng, í stöðunni hans Sadio Mane. Sadio Mane var aftur á móti kominn upp á topp. Það er óhætt að segja að þessi tilfærsla hafi gengið vel upp því Mane skoraði tvö fyrstu mörkin, Origi kom liðinu í 3-0 og Liverpool vann á endanum 5-0. Með þessum stórsigri vann Liverpool fjögur mörk á Manchester City í markatölubaráttu liðanna. Hér fyrir neðan má sjá mörk Liverpool í leiknum.Klippa: FT Liverpool 5 - 0 Watford Jürgen Klopp var eftir leikinn spurður út í þá ákvörðun sína að nota Sadio Mane sem fremsta mann. „Þetta var fyrsta hugmyndin sem kom upp og við breyttum þessu ekki eftir það. Í þessari stöðu þarftu leikmann sem getur bæði athafnað sig á litlu svæði sem og stungið sér inn fyrir vörnina. Leikmann sem aðlagar sig að vörn mótherjanna og leikmann sem er með mikla fótboltagreind,“ sagði Jürgen Klopp. „Við erum með aðra leikmenn sem gætu spilað þarna en þeir eru ekki með hraðann hans Sadio. Hann hefur spilað margar stöður á fótboltaferli sínum og fyrir okkur líka. Ég var ekki í neinum vafa um að hann gæti spilað þarna,“ sagði Klopp. Sadio Mane hefur nú skorað í fimm heimaleikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni og er að undanförnu oftar en ekki sá maður sem brýtur ísinn og kemur liðinu í 1-0 í leikjum. Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Liverpool var án Roberto Firmino á móti Watford í gær og þurfti alltaf að gera breytingar á sóknarlínu sinni. Ekki bara vegna þess heldur eftir tvo markalausa leiki í röð þar sem liðið var ekki sjálfu sér líkt. Liverpool liðið hafi gert þrjú jafntefli í síðustu fjórum deildarleikjum og mátti alls ekki við fleiri „slysum“ ´ætlaði liðið sér Englandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í 29 ár. Sóknarleikur liðsins hefur verið gagnrýndur enda ekki sama flæði og ógn í honum eftir áramót og fyrri hluta tímabilsins þegar sóknarmenn Liverpool fór á kostum. Það var ekki til að auka á bjartsýnina þegar Roberto Firmino datt út vegna meiðsla enda Brasilíumaðurinn lykilmaður í að brjóta upp varnir mótherjanna með sniðugum og útsjónarsömum sendingum. En hver átti að koma inn í staðinn fyrir Roberto Firmino. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kallaði á Divock Origi en ekki á menn eins og Daniel Sturridge og Xherdan Shaqiri til að fylla í skarð Firmino.Sky Sports: Mane central to Liverpool's chances? https://t.co/ceYnk7nt6Y#LFC — Kop That LFC (@kop_that) February 28, 2019Klopp kom ekki aðeins á óvart þar heldur einnig hvar hann lét Divock Origi spila á vellinum. Flestir hefðu veðjað að hann kæmi bara inn í hlutverk fremsta manns en í staðinn var hann út á vinstri væng, í stöðunni hans Sadio Mane. Sadio Mane var aftur á móti kominn upp á topp. Það er óhætt að segja að þessi tilfærsla hafi gengið vel upp því Mane skoraði tvö fyrstu mörkin, Origi kom liðinu í 3-0 og Liverpool vann á endanum 5-0. Með þessum stórsigri vann Liverpool fjögur mörk á Manchester City í markatölubaráttu liðanna. Hér fyrir neðan má sjá mörk Liverpool í leiknum.Klippa: FT Liverpool 5 - 0 Watford Jürgen Klopp var eftir leikinn spurður út í þá ákvörðun sína að nota Sadio Mane sem fremsta mann. „Þetta var fyrsta hugmyndin sem kom upp og við breyttum þessu ekki eftir það. Í þessari stöðu þarftu leikmann sem getur bæði athafnað sig á litlu svæði sem og stungið sér inn fyrir vörnina. Leikmann sem aðlagar sig að vörn mótherjanna og leikmann sem er með mikla fótboltagreind,“ sagði Jürgen Klopp. „Við erum með aðra leikmenn sem gætu spilað þarna en þeir eru ekki með hraðann hans Sadio. Hann hefur spilað margar stöður á fótboltaferli sínum og fyrir okkur líka. Ég var ekki í neinum vafa um að hann gæti spilað þarna,“ sagði Klopp. Sadio Mane hefur nú skorað í fimm heimaleikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni og er að undanförnu oftar en ekki sá maður sem brýtur ísinn og kemur liðinu í 1-0 í leikjum.
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira