Erlent

Dæmdur í fangelsi eftir dauða 71 flótta­manns

Atli Ísleifsson skrifar
Vörubílnum var lagt í kanti á A4-hraðbrautinni suður af Austurríki í ágúst 2015.
Vörubílnum var lagt í kanti á A4-hraðbrautinni suður af Austurríki í ágúst 2015. EPA/HERBERT P. OCZERET
Dómstóll í Ungverjalandi hefur dæmt 39 ára karlmann frá Búlgaríu í fjögurra ára og átta mánaða fangelsi vegna aðkomu að dauða tugi flóttamanna árið 2015.

Maðurinn hlýtur dóm fyrir mansal, en málið vakti mikla athygli eftir að 71 flóttamaður fannst látinn í vörubíl á A4-hraðbrautinni í Austurríki, þar sem þeir höfðu kafnað.

Vörubílnum hafði verið lagt í kanti hraðbrautar suður af höfuðborginni Vín. Hinn dæmdi var ekki sá sem ók vörubílnum, en er dæmdur fyrir að hafa haft milligöngu um fá menn til verksins.

Þrír Búlgarar og einn Afgani voru á síðasta ári dæmdir í 25 ára fangelsi fyrir morð í tengslum við sama mál. Saksóknarar hafa áfrýjað dómnum og fara fram á þyngri refsingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×