Innsetningarnefnd Trump stefnt í Washington-borg Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2019 11:38 Frá innsetningarathöfn Trump í janúar árið 2017. Innsetningarnefndin safnaði hundrað milljónum dollara fyrir hátíðarhöldin, jafnvirði tæpra tólf milljarða króna. Vísir/EPA Dómsmálaráðherra Washington-borgar hefur stefnt innsetningarnefnd Donalds Trump Bandaríkjaforseta um gögn sem tengjast fjármálum hennar. Nefndin safnaði metupphæð fyrir innsetningarhátíð Trump árið 2016 og er rannsóknin sögð beinast að því hvort að henni hafi verið beitt til auðgunar fyrirtækja forsetans. Saksóknarar í New York hafa þegar stefnt nefndinni um upplýsingar. Washington Post segir að sú rannsókn virðist fyrst og fremst beinast að fjárframlögum sem nefndin tók við, ekki síst frá erlendum aðilum. Alls safnaði nefndin um 100 milljónum dollurum, tvöfalt meira en innsetningarnefnd Baracks Obama safnaði árið 2009 sem þá var met. Gögnin sem dómsmálaráðherra Washington-borgar sækist nú eftir tengjast hins vegar greiðslum til fjölskyldufyrirtækis Trumps eða Trump-alþjóðahótelsins í borginni. Blaðið segir að það bendi til þess að rannsóknin beinist að því hvort að nefndin hafi brotið lög sem eiga að tryggja að félög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni séu notuð til að ágóða fyrir einkaaðila á óeðlilegan hátt. Fjárhagslegir bakhjarlar innsetningarnefndar Trump voru stórfyrirtæki og auðugir stuðningsmenn hans samkvæmt gögnum sem hún hefur skilað alríkiskjörstjórn Bandaríkjanna. Möguleg brot af þessu tagi væru einkamál en ekki sakamál. Þó að dómsmálaráðherra Washington-borgar hafi takmörkuð völd til að reka sakamál getur hann sektað félög og fyrirtæki sem brjóta lög og reglur og jafnvel leyst þau upp. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Dómsmálaráðherra Washington-borgar hefur stefnt innsetningarnefnd Donalds Trump Bandaríkjaforseta um gögn sem tengjast fjármálum hennar. Nefndin safnaði metupphæð fyrir innsetningarhátíð Trump árið 2016 og er rannsóknin sögð beinast að því hvort að henni hafi verið beitt til auðgunar fyrirtækja forsetans. Saksóknarar í New York hafa þegar stefnt nefndinni um upplýsingar. Washington Post segir að sú rannsókn virðist fyrst og fremst beinast að fjárframlögum sem nefndin tók við, ekki síst frá erlendum aðilum. Alls safnaði nefndin um 100 milljónum dollurum, tvöfalt meira en innsetningarnefnd Baracks Obama safnaði árið 2009 sem þá var met. Gögnin sem dómsmálaráðherra Washington-borgar sækist nú eftir tengjast hins vegar greiðslum til fjölskyldufyrirtækis Trumps eða Trump-alþjóðahótelsins í borginni. Blaðið segir að það bendi til þess að rannsóknin beinist að því hvort að nefndin hafi brotið lög sem eiga að tryggja að félög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni séu notuð til að ágóða fyrir einkaaðila á óeðlilegan hátt. Fjárhagslegir bakhjarlar innsetningarnefndar Trump voru stórfyrirtæki og auðugir stuðningsmenn hans samkvæmt gögnum sem hún hefur skilað alríkiskjörstjórn Bandaríkjanna. Möguleg brot af þessu tagi væru einkamál en ekki sakamál. Þó að dómsmálaráðherra Washington-borgar hafi takmörkuð völd til að reka sakamál getur hann sektað félög og fyrirtæki sem brjóta lög og reglur og jafnvel leyst þau upp.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09 Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Saksóknarar í New York eru teknir að þrengja að Donald Trump forseta. Möguleg ákæra þeirra á hendur fyrrverandi kosningastjóra Trump gæti útilokað að forsetinn náðaði hann. 22. febrúar 2019 23:09
Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30