Enski boltinn

Sterling segir stuðningsmenn Liverpool ekki hafa hjálpað til í meistarabaráttunni 2014

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sterling í leiknum gegn West Ham á miðvikudagskvöldið.
Sterling í leiknum gegn West Ham á miðvikudagskvöldið. vísir/getty
Raheem Sterling, framherji Manchester City, segir að hann hafi verið undir meiri pressu er hann var í meistarabaráttunni með Liverpool en þegar hann spilar fyrir Manchester City.

Sterling var í Liverpool-liðinu tímabilið 2013/2014 sem var ekki langt frá því að vinna meistaratitilinn undir stjórn Brendan Rodgers. Hann ber saman meistarabaráttuna með Liverpool og svo nú með City.

„Þegar ég var hjá Liverpool þá fannst ég vera undir meiri pressu en hér; á leikdögum og hvað varðar stuðningsmennina. Ég held að stuðningsmennirnir hafi náð til okkar að vissu marki. Við vorum með stjórnina og höfðum tækifærið en náðum ekki að klára dæmið,“ sagði Sterling.







„Hérna erum við fullkomnlega einbeittir á hvern leik og við reynum að vinna hvern leik fyrir sig. Á síðasta ári var þetta nokkuð öðruvísi atburðarás því þá vorum við með meiri stjórn á þessum tímapunkti á tímabilinu.“

„Þeir hafa verið að spila góðan fótbolta á köflum en við erum einbeittir á okkur sjálfa og trúum á þetta. Núna er þetta öðruvísi og við erum að elta. Það er mikil spenna en ég hef mikla trú á okkar liði,“ sagði Sterling.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×