Breski seðlabankinn varar við útgöngu án samnings Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2019 17:12 Carney varaði við því að Brexit væri ein birtingarmynd bakslags gegn alþjóðavæðingu síðustu ára og áratuga. Vísir/EPA Mark Carney, seðlabankastjóri Bretlands, hvetur þingmenn til þess að ná samkomulagi um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem fyrst. Varar hann við vaxandi hættu af útgöngunni fyrir efnahagslíf heimsins. Seðlabanki Bretlands hefur þegar dregið úr hagvaxtarspá sinni, meðal annars vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem á að fara fram 29. mars. Í ræðu í London í dag varaði Carney við því að útganga án samnings yrðu „efnahagslegt áfall“ á sama tíma og dregur úr hagvexti í Kína og mögulegt viðskiptastríð er í uppsiglingu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enginn útgöngusamningur er í sjónmáli eftir að breska þingið hafnaði samningi Theresu May forsætisráðherra í janúar. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa ekki verið tilbúnir til að gera þær breytingar á samningnum sem harðlínumenn í flokki hennar krefjast, sérstaklega á svonefndri baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands og Norður-Írlands eftir útgönguna. Carney sagði að Brexit hefði valdið mikilli óvissi sem hafi leitt til þess að fyrirtæki hafi haldið að sér höndum um stórar ákvarðanir. Því væri mikilvægt fyrir Breta að ná góðum samningi til að útgangan gangi sem best. Tengdi hann viðskiptadeilur í heiminum, þar á meðal milli Bandaríkjamanna og Kínverja, og Brexit við þrýsting á að snúa við alþjóðavæðingu sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi. Ef Bretar segðu skilið við ESB græfi það undan vexti á heimsvísu. „Viðskiptaspenna erlendis og Brexit-umræðan heima fyrir eru birtingarmyndir grundvallarþrýstings um að endurskipuleggja alþjóðavæðinguna,“ sagði bankastjórinn en varaði við því að hættan við að lönd heims horfðu í auknum mæli inn á við gæti kippt fótunum undan vexti og hagsæld allra. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira
Mark Carney, seðlabankastjóri Bretlands, hvetur þingmenn til þess að ná samkomulagi um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem fyrst. Varar hann við vaxandi hættu af útgöngunni fyrir efnahagslíf heimsins. Seðlabanki Bretlands hefur þegar dregið úr hagvaxtarspá sinni, meðal annars vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem á að fara fram 29. mars. Í ræðu í London í dag varaði Carney við því að útganga án samnings yrðu „efnahagslegt áfall“ á sama tíma og dregur úr hagvexti í Kína og mögulegt viðskiptastríð er í uppsiglingu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enginn útgöngusamningur er í sjónmáli eftir að breska þingið hafnaði samningi Theresu May forsætisráðherra í janúar. Fulltrúar Evrópusambandsins hafa ekki verið tilbúnir til að gera þær breytingar á samningnum sem harðlínumenn í flokki hennar krefjast, sérstaklega á svonefndri baktryggingu sem á að koma í veg fyrir að setja þurfi upp hefðbundin landamæri á milli Írlands og Norður-Írlands eftir útgönguna. Carney sagði að Brexit hefði valdið mikilli óvissi sem hafi leitt til þess að fyrirtæki hafi haldið að sér höndum um stórar ákvarðanir. Því væri mikilvægt fyrir Breta að ná góðum samningi til að útgangan gangi sem best. Tengdi hann viðskiptadeilur í heiminum, þar á meðal milli Bandaríkjamanna og Kínverja, og Brexit við þrýsting á að snúa við alþjóðavæðingu sem hefur átt sér stað undanfarna áratugi. Ef Bretar segðu skilið við ESB græfi það undan vexti á heimsvísu. „Viðskiptaspenna erlendis og Brexit-umræðan heima fyrir eru birtingarmyndir grundvallarþrýstings um að endurskipuleggja alþjóðavæðinguna,“ sagði bankastjórinn en varaði við því að hættan við að lönd heims horfðu í auknum mæli inn á við gæti kippt fótunum undan vexti og hagsæld allra.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Sjá meira