Allt útlit fyrir að Evrópuríki viðurkenni Guaidó sem forseta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2019 22:30 Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki Getty/Chris Faiga Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna, þar á meðal Sebastian Kurz Austurríkiskanslari, hafa sumir hverjir þegar lýst yfir stuðningi við Guaidó.Sir Alan Duncan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, er á leið til Kanada þar sem hann mun hitta aðra evrópska leiðtoga sem og leiðtoga Suður- og Mið-Ameríkuríkja, þar sem rætt verður hvernig best megi styðja við Guaidó.Nicolas Maduro virtist boða til nýrra kosninga á afar óformlegan háttá fjöldafundi í Caracas, höfuðborg Venesúela í gær. Þar sagði hann að stjórnlagaþingið sem hann sjálfur skipaði myndi ræða það að flýta kosningunum sem næst áttu að fara fram 2020.Nathalie Loiseau, Evrópumálaráðherra Frakklands, gaf þó lítið fyrir orð Maduro í gær og sagði þau farsakennd. Ekki væri tekið mark á þeim og að Maduro þyrfti að boða til kosninga á formlegri hátt, annars myndi fresturinn sem Evrópuríkin veittu honum til að boða til nýrra kosninga renna út á miðnætti.Um tuttugu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa þegar viðurkennt Guaidó sem sitjandi forseta en Rússland og Kína hafa varið Maduro.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Skömmu síðar lýsti þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela. Evrópusambandið Venesúela Tengdar fréttir Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00 Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30 Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Fastlega er gert ráð fyrir því að Bretland, Frakkland, Þýskaland og fjöldi annarra Evrópuríkja viðurkenni Juan Guaidó sem sitjandi forseta Venesúela á morgun, hafi Nicolas Maduro, forseti ríkisins, ekki boðað til kosninga fyrir Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna, þar á meðal Sebastian Kurz Austurríkiskanslari, hafa sumir hverjir þegar lýst yfir stuðningi við Guaidó.Sir Alan Duncan, aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands, er á leið til Kanada þar sem hann mun hitta aðra evrópska leiðtoga sem og leiðtoga Suður- og Mið-Ameríkuríkja, þar sem rætt verður hvernig best megi styðja við Guaidó.Nicolas Maduro virtist boða til nýrra kosninga á afar óformlegan háttá fjöldafundi í Caracas, höfuðborg Venesúela í gær. Þar sagði hann að stjórnlagaþingið sem hann sjálfur skipaði myndi ræða það að flýta kosningunum sem næst áttu að fara fram 2020.Nathalie Loiseau, Evrópumálaráðherra Frakklands, gaf þó lítið fyrir orð Maduro í gær og sagði þau farsakennd. Ekki væri tekið mark á þeim og að Maduro þyrfti að boða til kosninga á formlegri hátt, annars myndi fresturinn sem Evrópuríkin veittu honum til að boða til nýrra kosninga renna út á miðnætti.Um tuttugu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa þegar viðurkennt Guaidó sem sitjandi forseta en Rússland og Kína hafa varið Maduro.Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekki og eftirlitsaðilar segja ekki hafa farið rétt fram. Skömmu síðar lýsti þingið Guaidó starfandi forseta Venesúela.
Evrópusambandið Venesúela Tengdar fréttir Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00 Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30 Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Fullir í flugi Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Sjá meira
Herinn sagður vera að snúast á sveif með Guaido Háttsettur herforingi í flugher Venesúela hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaido, sem lýsti sig sjálfan forseta á dögunum. Herforinginn segir að 90 prósent af her landsins séu orðinn mótfallinn Nicolas Maduro, sitjandi forseta. 2. febrúar 2019 18:00
Maduro leggur til nýjar kosningar í skugga mótmæla Nicolas Maduro, forseti Venesúela, sagði í ræðu á minningarhátið um Hugo Chavez, forvera Maduro, að haldnar yrðu nýjar kosningar í ríkinu. 2. febrúar 2019 23:30
Evrópuþingið viðurkennir Guaidó sem forseta Evrópusambandið hefur verið hikandi við að viðurkenna leiðtoga stjórnarandstöðunnar sem forseta Venesúela. Það er sagt óttast hvers konar fordæmi það væri í ljósi þess að hann lýsti sjálfan sig forseta. 31. janúar 2019 15:03