Erlent

Guðlaugur Þór styður Guaidó

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tilkynnt að íslensk yfirvöld styðji Juan Guaidó sem bráðabirgða forseta Venesúela. 

„Boða ætti til frjálsra og heiðarlegra kosninga og virða vilja fólksins,“ segir Guðlaugur Þór á Twitter

Juan Guaidó lýsti sig sjálfan forseta á dögunum en um tuttugu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt hann sem forseta en Rússland og Kína hafa varið Nicolas Maduro, sitjandi forseta Venesúela.

Maduro sór embættiseið sem forseti byrjun ársins eftir kosningar sem stjórnarandstaðan viðurkenndi ekkiGetty/Chris Faiga
Leiðtorgar Evrópusambandsins höfðu gefið Maduro frest til sunnudags til að boða til nýrra forsetakosninga. Greint var frá því í morgun að stjórnvöld í Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Svíþjóð hafi öll viðurkennt Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, sem lögmætan forseta landsins til bráðabirgða.

Svíar og Danir hafa lýst yfir stuðningi við Guaido en Norðmenn eru ekki á sama máli. 

Nicolas Maduro hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013.epa
Maduro hefur hótað að sú pólitíska krísa sem ríkir í landinu gæti komið af stað borgarastyrjöld í en Guaidó hefur látið þær hótanir sem vind um eyru þjóta.

Maduro tók við embætti forseta Venesúela árið 2013 eftir að forseti landsins, Huga Chavez, hafði fallið frá . Maduro hefur verið fordæmdur fyrir mannréttinda brot og fyrir óstjórn á ríkissjóði landsins. Lyfja- og fæðuskortur hefur ríkt í landinu og verðbólgan í landinu varð til þess að verð á vörum tvöfaldaðist á nítján daga fresti í fyrra. Hafa margir sýnt andstöðu sína í verki með því að flytja frá Venesúela en samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa þrjár milljónir íbúa yfirgefið Venesúela frá árinu 2014 þegar efnahagsþrengingar fóru að segja til sín.

Juan Guaidó leiðir stjórnarandstöðuna í landinu en hún álítur Maduro valdaræninga og telur kosningar síðasta árs ólöglegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×