Breska stúlkan sem gekk til liðs við ISIS eignaðist dreng og vill komast til Bretlands Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2019 13:12 Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty Shamima Begum, táningurinn sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenndu sig við íslamskt ríki, hefur fætt barn. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er vitnað í yfirlýsingu sem lögmaður fjölskyldu hennar sendi fjölmiðlum. Í yfirlýsingunni kemur fram að móður og barni heilsist vel. Það var blaðamaður Times sem fann Begum í flóttamannabúðum í Sýrlandi í síðustu viku og sagði frá því að Begum væri langt gengin og vildi fara aftur til Bretlands barnsins vegna. Í samtali við blaðamann Times sagðist Begum hafa eignast tvö börn til viðbótar sem dóu í Sýrlandi. Sky News ræddi einnig við hina nítján ára gömlu Begum í flóttamannabúðunum en þar sagði hún fólki ætti að sýna hennar aðstæðum skilning. „Ég vissi ekki hvað ég var að koma mér út í,“ sagði Begum við Sky.Shamima þegar hún yfirgaf Bretland árið 2015.Vísir/EPALögmaður fjölskyldu hennar, Mohammed Tasnime Akunjee, sagði í yfirlýsingunni að fjölskyldan hefði verið upplýst um að barnið væri fætt. „Við höfum ekki haft beint samband við Samima. Við vonumst til að koma á samtali við hana fljótlega svo við getum fengið beina staðfestingu,“ segir í yfirlýsingunni. Lögmaðurinn greindi síðar frá því á Twitter að Begum hefði eignast dreng. Jeremy Wright, ráðherra menningarmála í Bretlandi, sagði við BBC að þjóðerni barnsins lægi ekki fyrir að svo stöddu. Hann bætti við að ef Begum vill snúa aftur til Bretlands þá sé henni það velkomið en hún geti búist við að vera látin svara fyrir gjörðir sínar. Begum fór til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS í febrúar árið 2015 ásamt bresku táningsstúlkunum Kadiza Sultana og Amira Abase. Begum sagði við Times að Kadiza hefði farist í sprengjuárás en örlög Amiru Abase væru á huldu. Sagðist Begum hafa náð að flýja frá Baghuz, eitt af síðust vígum ISIS í austur Sýrlandi, fyrir tveimur vikum en eiginmaður hennar, Hollendingur sem hafði gerst múslimi, hefði gefist upp fyrir sýrlenskum hermönnum. Bretland Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Shamima Begum, táningurinn sem fór frá Bretlandi til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenndu sig við íslamskt ríki, hefur fætt barn. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er vitnað í yfirlýsingu sem lögmaður fjölskyldu hennar sendi fjölmiðlum. Í yfirlýsingunni kemur fram að móður og barni heilsist vel. Það var blaðamaður Times sem fann Begum í flóttamannabúðum í Sýrlandi í síðustu viku og sagði frá því að Begum væri langt gengin og vildi fara aftur til Bretlands barnsins vegna. Í samtali við blaðamann Times sagðist Begum hafa eignast tvö börn til viðbótar sem dóu í Sýrlandi. Sky News ræddi einnig við hina nítján ára gömlu Begum í flóttamannabúðunum en þar sagði hún fólki ætti að sýna hennar aðstæðum skilning. „Ég vissi ekki hvað ég var að koma mér út í,“ sagði Begum við Sky.Shamima þegar hún yfirgaf Bretland árið 2015.Vísir/EPALögmaður fjölskyldu hennar, Mohammed Tasnime Akunjee, sagði í yfirlýsingunni að fjölskyldan hefði verið upplýst um að barnið væri fætt. „Við höfum ekki haft beint samband við Samima. Við vonumst til að koma á samtali við hana fljótlega svo við getum fengið beina staðfestingu,“ segir í yfirlýsingunni. Lögmaðurinn greindi síðar frá því á Twitter að Begum hefði eignast dreng. Jeremy Wright, ráðherra menningarmála í Bretlandi, sagði við BBC að þjóðerni barnsins lægi ekki fyrir að svo stöddu. Hann bætti við að ef Begum vill snúa aftur til Bretlands þá sé henni það velkomið en hún geti búist við að vera látin svara fyrir gjörðir sínar. Begum fór til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS í febrúar árið 2015 ásamt bresku táningsstúlkunum Kadiza Sultana og Amira Abase. Begum sagði við Times að Kadiza hefði farist í sprengjuárás en örlög Amiru Abase væru á huldu. Sagðist Begum hafa náð að flýja frá Baghuz, eitt af síðust vígum ISIS í austur Sýrlandi, fyrir tveimur vikum en eiginmaður hennar, Hollendingur sem hafði gerst múslimi, hefði gefist upp fyrir sýrlenskum hermönnum.
Bretland Sýrland Tengdar fréttir Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Gekk til liðs við ISIS fimmtán ára og vill nú komast aftur heim Shamima Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. 13. febrúar 2019 23:48