Ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi Andri Eysteinsson skrifar 17. febrúar 2019 16:17 Stephen Miller ráðgjafi Trump segir forsetann tilbúinn til að beita neitunarvaldi. EPA/Alex Wong Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggst beita neitunarvaldi sínu velji Bandaríkjaþing að hafna neyðarástandsyfirlýsingu forsetans. Þetta segir ráðgjafi forsetans, Stephen Miller við Fox News en AP greinir frá. Miller var gestur í sjónvarpsþættinum Fox News Sunday og sagði þar Trump ætla að verja neyðarástandsyfirlýsinguna með kjafti og klóm. Spurður hvort það þýddi að Trump myndi beita neitunarvaldi sínu yfir þinginu svaraði Miller játandi. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó síðasta föstudag, það gerði hann til þess að komast í kringum ferla Bandaríkjaþings og ráðstafa fjármunum til þess að reisa landamæramúrinn sem hann hefur kallað eftir í áraraðir.Sjá einnig: Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Ekki leið á löngu eftir yfirlýsingu Trump að andstæðingar hans, Demókratar, lýstu því yfir að þeir myndu stöðva forsetann og aflétta neyðarástandinuSjá einnig: Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Meðal aðgerða sem Demókratar hugðust beita væri að leggja fram frumvarp. Líklegt þykir að meirihluti þingmanna styðji slíkt frumvarp og því myndi það berast til forsetans. Hann myndi þó, eins og Miller sagði, líklegast beita neitunarvaldi og þar með skjóta því aftur til beggja þingdeilda. Þar þyrftu Demókratar að fá aukinn meirihluta í deildum þingsins til þess að ógilda neitun forsetans. Ólíklegt þykir þó að aukinn meirihluti sé til staðar fyrir afléttingu neyðarástandsyfirlýsingarinnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó hefur fallið í grýttan jarðveg hjá demókrataflokknum. Þingmenn leita nú leiða til að stöðva Trump. 15. febrúar 2019 22:05 Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31 Trump gæti fengið mótframboð í Repúblikanaflokknum Fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts ætlar að gera sitt besta til að blóðga forsetann með því að bjóða sig fram gegn honum fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 15. febrúar 2019 14:32 Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggst beita neitunarvaldi sínu velji Bandaríkjaþing að hafna neyðarástandsyfirlýsingu forsetans. Þetta segir ráðgjafi forsetans, Stephen Miller við Fox News en AP greinir frá. Miller var gestur í sjónvarpsþættinum Fox News Sunday og sagði þar Trump ætla að verja neyðarástandsyfirlýsinguna með kjafti og klóm. Spurður hvort það þýddi að Trump myndi beita neitunarvaldi sínu yfir þinginu svaraði Miller játandi. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó síðasta föstudag, það gerði hann til þess að komast í kringum ferla Bandaríkjaþings og ráðstafa fjármunum til þess að reisa landamæramúrinn sem hann hefur kallað eftir í áraraðir.Sjá einnig: Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Ekki leið á löngu eftir yfirlýsingu Trump að andstæðingar hans, Demókratar, lýstu því yfir að þeir myndu stöðva forsetann og aflétta neyðarástandinuSjá einnig: Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Meðal aðgerða sem Demókratar hugðust beita væri að leggja fram frumvarp. Líklegt þykir að meirihluti þingmanna styðji slíkt frumvarp og því myndi það berast til forsetans. Hann myndi þó, eins og Miller sagði, líklegast beita neitunarvaldi og þar með skjóta því aftur til beggja þingdeilda. Þar þyrftu Demókratar að fá aukinn meirihluta í deildum þingsins til þess að ógilda neitun forsetans. Ólíklegt þykir þó að aukinn meirihluti sé til staðar fyrir afléttingu neyðarástandsyfirlýsingarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó hefur fallið í grýttan jarðveg hjá demókrataflokknum. Þingmenn leita nú leiða til að stöðva Trump. 15. febrúar 2019 22:05 Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31 Trump gæti fengið mótframboð í Repúblikanaflokknum Fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts ætlar að gera sitt besta til að blóðga forsetann með því að bjóða sig fram gegn honum fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 15. febrúar 2019 14:32 Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Demókratar ætla að standa í vegi fyrir Trump Ákvörðun Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um að lýsa yfir neyðarástandi á landamærunum við Mexíkó hefur fallið í grýttan jarðveg hjá demókrataflokknum. Þingmenn leita nú leiða til að stöðva Trump. 15. febrúar 2019 22:05
Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Fastlega er gert ráð fyrir að neyðaryfirlýsingunni verði strax skotið til dómstóla sem gætu fellt hana úr gildi. 15. febrúar 2019 16:31
Trump gæti fengið mótframboð í Repúblikanaflokknum Fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts ætlar að gera sitt besta til að blóðga forsetann með því að bjóða sig fram gegn honum fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. 15. febrúar 2019 14:32
Trump mun lýsa yfir neyðarástandi Hann ætlar einnig að skrifa undir útgjaldafrumvörp sem þingmenn Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins komust að samkomulagi um varðandi fjármögnun til öryggismála á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 14. febrúar 2019 21:32