Inter Milan vann eins marks sigur á Sampdoria í ítölsku Serie A deildinni í kvöld.
Radja Nainggolan skoraði sigurmark leiksins fyrir Inter.
Eftir markalausan fyrri hálfleik skoraði Danilo D'Ambrosio á 73. mínútu.
Tveimur mínútum seinna kom Manolo Gabbiadini inn á sem varamaður og hann hafði aðeins verið inni á vellinum í nokkur augnablik þegar hann jafnaði fyrir Sampdoria.
Nainggolan skoraði svo sigurmarkið á 78. mínútu.
Inter er í þriðja sæti ítölsku deildarinnar, tuttugu stigum á eftir toppliði Juventus.
