Erlent

Svipta stúlkuna sem gekk til liðs við ISIS ríkisborgararétti

Sylvía Hall skrifar
Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum.
Shamima Begum fór til Sýrlands árið 2015 til að ganga til liðs við ISIS ásamt tveimur öðrum stúlkum. Vísir/Getty

Innanríkisráðuneyti Bretlands hyggst svipta Shamima Begum ríkisborgararétti. Begum, sem er nítján ára gömul, gekk til liðs við ISIS þegar hún var fimmtán ára gömul. Þetta kemur fram í frétt The Guardian.

Begum var fimmtán ára gömul þegar henni og tveimur vinkonum hennar tókst að ferðast frá Bretlandi til Sýrlands og ganga til liðs við Íslamska ríkið. Nú er hún nítján ára gömul og eignaðist nýverið dreng en tvö önnur börn hennar hafa látist.

Lögmaður fjölskyldu Begum segir fjölskylduna vera vonsvikna yfir ákvörðun ráðuneytisins og þau ætli sér að leita allra leiða til þess að koma í veg fyrir þetta. Þá hefur Begum kallað eftir því að breska þjóðin sýni sér samúð en hún vill snúa aftur til landsins til þess að geta búið í friði með barninu sínu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.